Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 174
MEÐ GILDUM SKAL LAND BYGGJA - GILDAGRUNNUR SKÓLANS
byggður en fjalla ekkert um tilvistarspurningar mannsins. Vísindin svara ekki spurn-
ingum um tilgang og merkingu lífsins (Hammer, 1998).
Breytingar þær á vestrænum samfélögum, þ.á m. íslensku samfélagi, sem lýst
hefur verið hér að ofan, hafa gert það að verkum að nýjar spurningar hafa vaknað
eins og sú hvort við getum sameinast um ákveðin gildi í samfélaginu og þá sérstak-
lega í skólastarfi. Það er í þessu samhengi sem spurningin um gildagrunn skólans
verður mikilvæg þar sem samfélagið hefur breyst á tiltölulega skömmum tíma úr ein-
hyggjusamfélagi í fjölhyggjusamfélag.3 Til þess að sátt ríki um starfsemi skólans þarf
að taka tillit til margra sjónarmiða og fjölbreytilegra lífsskoðana.
GILDI OG VIÐMIÐ
Mikilvægt er að gera greinarmun á viðmiðum og gildum þegar rætt er um gilda-
grundvöll skólans. Viðmið birtast í athöfnum og þær geta bæði verið jákvæðar
(réttar) eða neikvæðar (rangar). Þau tengjast réttindum og skyldum, því sem við
eigum eða eigum ekki að gera (Lövlie, 1996). Skyldur birtast okkur í boðhætti: Þú átt
að hjálpafólki í neyð eða Þú skalt ekki svíkja undan skatti. Viðmið er með öðrum orðum
mælikvarði á hvernig okkur ber að hegða okkur. í þessari merkingu hafa allir einstak-
lingar einhver viðmið, en þau eru breytileg.
í skólastarfinu geta viðmið nemandans stangast á við viðmið kennarans, viðmið
kennarans geta stangast á við viðmið foreldranna o.s.frv. Viðmið eru venjulega
óformleg og eru því ekki skráð. Oft eru mörkin á milli viðmiða og reglna óljós, en
reglur eru venjulega skráðar en viðmið geta orðið að reglum með samkomulagi eða
lagasetningu.
Gildi er verðmæti, eitthvað sem er þess virði að sóst sé eftir (Páll Skúlason, 1990).
Þegar einstaklingur telur eitthvað vera siðferðilega eftirsóknarvert (gott) eða óæski-
legt (slæmt) tekur hann afstöðu út frá ákveðnum gildum. Gildi og viðmið eru mikil-
væg vegna þess að þau eru grundvöllur siðferðis einstaklingsins. Gjarnan er talað um
viðmið og gildi þegar rætt er um siðferði og sérstaklega þegar upp kemur togstreita
milli viðmiða eða gilda einstaklinga (Orlenius, 2001).
Gildin berast frá einni kynslóð til annarrar og þau lærast í uppvexti fyrir áhrif frá
hinum fullorðnu sem standa næst barninu, þ.e.a.s. foreldrum, kennurum og stórfjöl-
skyldu. Þau hjálpa okkur að skapa samhengi í tilveruna og án þeirra verður tilveran
ruglingsleg, merkingarlaus og án samhengis (Orlenius, 2001). Hin sameiginlegu gildi
eru grundvöllurinn að nútíma samfélagi og þau berast milli kynslóða með félagsmót-
un. í íslensku þjóðfélagi virðist ríkja samstaða um mikilvægustu gildin en hins vegar
þarf að hafa í huga að með aukinni fjölmenningu þarf að taka tillit til ólíkra sjónar-
miða.
Milton Rokeach (1973, bls. 3) bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga eftirfarandi
þætti þegar gildahugtakið er skilgreint:
- Heildarfjöldi gilda einstaklinga er almennt lítill.
3 Með einhyggju í þessu sambandi er átt við einsleitan skilning á veruleikanum en með tilkomu
aukinnar fjölhyggju verður veruleikaskilningur margbreytilegur.
172