Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 199

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 199
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR allt önnur hjá grunnskólakennara en framhaldsskólakennara. Að auki má nefna að ekki er gert ráð fyrir að þessum auknu skyldum grunnskólanna fylgi sérstakir tekju- stofnar frá ríkinu - enda væri þá sparnaðurinn sem ekki má nefna fyrir bí. Nú þegar geta þeir nemendur sem vilja og treysta sér til lokið náminu á þremur árum í framhaldsskólum með áfangakerfi. Það rýrir þó ekki gæði námsins þar sem þessir nemendur ljúka jafn mörgum einingum og aðrir, aðeins á skemmri tíma. Aðr- ir nemendur geta tekið skólann á fjórum árum eins og miðað er við. Algengt er raun- ar líka að nemendur ljúki námi á fimm árum. Hins vegar er ljóst að með styttingu framhaldsskólans fækkar einingum sem kenndar eru á framhaldsskólastigi úr 140 í 119 sem er ekkert annað en gengisfelling á stúdentsprófi. Menntunin á bak við próf- ið hlýtur að verða minni. Þess vegna hefur mér þótt það merkilegur málflutningur hjá fylgismönnum styttingarinnar að námið verði betra með styttingunni og hvergi verði slegið af kröfum. Þá heyrist oft að með styttingunni nýtist tími og fjármunir bet- ur og afköst aukist. ER STYTTRA NÁM BETRA? Mér finnst þetta bera vott um þá algengu goðsögn að íslenskir námsmenn séu slytti sem hengslist um í skólakerfinu án þess að gera neitt og eyði þar fjármunum almenn- ings án þess að afkasta neinu. Þessi goðsögn er í litlu samhengi við veruleikann enda sýna ýmsar alþjóðlegar kannanir ágætan árangur íslenskra námsmanna á öllum aldri, ýmist í meðallagi eða rétt yfir meðallagi í hópi þeirra landa sem við berum okk- ur gjarnan saman við. Því miður er hætt við því að stytting framhaldsskólans hafi það í för með sér að námið verði hreinlega rýrara. Hins vegar er spurning hvort skólar hneigist til að bjóða upp á aukanám að loknu opinberu námi og innheimti þá gjöld fyrir það. Sem væri hugsanlega í samræmi við hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um aukinn einka- rekstur í skólakerfinu. Og þá getur fólk spurt sig hvort fjölbreytni eigi aðeins að verða forréttindi hinna efnameiri. Þá er óljóst hvaða áhrif styttingin hefur á háskólastigið. Ef horft er blákalt á stað- reyndir er ljóst að kennslustundum fækkar og stúdentsprófið hefur því verið gengis- fellt með styttingunni. Nemendur hljóta því að koma verr undirbúnir upp á háskóla- stig og hætt er við því að skólar á háskólastigi þurfi að taka það að sér að tyggja ofan í fólk grundvallaratriði sem það nú lærir til stúdentsprófs. Víða erlendis eru fyrstu ár háskólanáms nokkurs konar grunnnám og akademískt nám hefst á svipuðum aldri og hér. Stytting náms til stúdentsprófs gerir námið ekki betra. Ekki ef betra nám felst í fjöl- breyttara og einstaklingsmiðaðra námi sem gefur nemendum kost á að móta eigið nám og finna eigin vinnubrögð. Ef betra nám felst í ódýrara námi - þá hins vegar ger- ir styttingin námið tvímælalaust betra. En það verður ekki betra fyrir nemendurna - og varla fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Katrín Jakobsdóttir er með meistaragráðu íbókmenntum frá Háskóla íslands og á sæti ífræðsluráði Reykjavíkurborgar 197
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.