Hugur - 01.06.2002, Side 14
Hugur
Mikael Karlsson ræöir við Donald Davidson
Gætirðu lýst fyrir okkur menntun þinni, kynnum þínum af heimspeki
og leið þinni að þeim stað sem þú ert núna staddur á í ferlinum?
Eg hóf raunar ekki skólagöngu fyrr en nokkuð seint, þar sem fjöl-
skylda mín fluttist búferlum árlega eða svo þar til ég var í fjórða
bekk. Þá gekk ég í skóla, en upp í gegnum bekkina og í menntaskóla
á Staten Island sem tilheyrir New York borg. Menntaskólinn minn
var einn fyrstu tilraunaskólanna, í anda hinna framsæknu Dewey
skóla og hann var afar góður. Nemendur sem höfðu sérstök áhugamál
fengu að sinna þeim hvernig sem þeir vildu. Ég las því heilmargt um
hvaðeina, þar á meðal einhverja heimspeki. Það var bara spurning
um hvað væri til á bókasafni skólans en þar var meðal annars Nietz-
sche, Schopenhauer og gömlu þýðingar Jowetts á Platoni og allt vakti
það áhuga minn. Ég gerði þó ein hræðileg mistök. Ég hafði hugsað
mér að lesa eitthvað eftir Platon og fletti í gegnum bækurnar og
reyndi að finna það sem auðveldast var að lesa. Ég fann eina sam-
ræðu þar sem einn segir eina línu eða tvær og næsti segir eina eða
tvær línur. Og ég hugsaði með mér, „Þetta er bara eins og leikrit, þetta
verður auðvelt!“ Samræðan var Parmenídes, eitt af erfiðustu verkum
Platons, svo að ég skildi nánast ekkert í henni. Síðan, eftir að ég út-
skrifaðist úr menntaskóla fór ég til Harvard og tók þar námskeið í
heimspeki alveg frá upphafi en margt annað að auki. Helsta viðfangs-
efni mitt fyrstu tvö árin var enskar bókmenntir og ég stóðst raunar
öll prófin sem þeir halda í lok annars árs í því fagi. Og þá hugsaði ég
með mér að ég hefði - að mínu viti - að mestu leyti fengið gráðu í
enskum bókmenntum og breytti stefnunni eilítið. Ég hafði í raun
meiri áhuga á hugmyndasögu en bókmenntum einum saman. Ný
deild í samanburðarbókmenntafræði hafði þá verið stofnuð af Harry
Levin og ég nam því hjá honum. Ég hafði lært grísku allan tímann, en
ástæðan fyrir því er mjög ómerkileg. Hún var sú að ef maður var í
Harvard og vildi fá BA-gráðu varð maður að kunna annað hvort lat-
ínu eða grísku. Harvard gerði ráð fyrir að flestir kynnu latínu, þó að
ég hafi ekki kunnað hana, og því buðu þeir ekki einu sinni upp á byrj-
endanámskeið í latínu. Þess vegna lærði ég grísku, bara til þess að fá
BA-gráðu frekar en BS-gráðu. Þetta var eini munurinn. En svo varð
ég ástfanginn af grískunni og á endanum, eftir miklar sviptingar, út-
skrifaðist ég úr fornfræði og heimspeki. Ég hélt áfram í Harvard á
framhaldsstigi í fornfræði og heimspeki.
Þannig að áhugi þinn á heimspeki vaknaði fyrst í menntaskóla við lest-
ur sígildra verka, Nietzsche, Schopenhauer og þar fram eftir götunum?
12