Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 14
Hugur Mikael Karlsson ræöir við Donald Davidson Gætirðu lýst fyrir okkur menntun þinni, kynnum þínum af heimspeki og leið þinni að þeim stað sem þú ert núna staddur á í ferlinum? Eg hóf raunar ekki skólagöngu fyrr en nokkuð seint, þar sem fjöl- skylda mín fluttist búferlum árlega eða svo þar til ég var í fjórða bekk. Þá gekk ég í skóla, en upp í gegnum bekkina og í menntaskóla á Staten Island sem tilheyrir New York borg. Menntaskólinn minn var einn fyrstu tilraunaskólanna, í anda hinna framsæknu Dewey skóla og hann var afar góður. Nemendur sem höfðu sérstök áhugamál fengu að sinna þeim hvernig sem þeir vildu. Ég las því heilmargt um hvaðeina, þar á meðal einhverja heimspeki. Það var bara spurning um hvað væri til á bókasafni skólans en þar var meðal annars Nietz- sche, Schopenhauer og gömlu þýðingar Jowetts á Platoni og allt vakti það áhuga minn. Ég gerði þó ein hræðileg mistök. Ég hafði hugsað mér að lesa eitthvað eftir Platon og fletti í gegnum bækurnar og reyndi að finna það sem auðveldast var að lesa. Ég fann eina sam- ræðu þar sem einn segir eina línu eða tvær og næsti segir eina eða tvær línur. Og ég hugsaði með mér, „Þetta er bara eins og leikrit, þetta verður auðvelt!“ Samræðan var Parmenídes, eitt af erfiðustu verkum Platons, svo að ég skildi nánast ekkert í henni. Síðan, eftir að ég út- skrifaðist úr menntaskóla fór ég til Harvard og tók þar námskeið í heimspeki alveg frá upphafi en margt annað að auki. Helsta viðfangs- efni mitt fyrstu tvö árin var enskar bókmenntir og ég stóðst raunar öll prófin sem þeir halda í lok annars árs í því fagi. Og þá hugsaði ég með mér að ég hefði - að mínu viti - að mestu leyti fengið gráðu í enskum bókmenntum og breytti stefnunni eilítið. Ég hafði í raun meiri áhuga á hugmyndasögu en bókmenntum einum saman. Ný deild í samanburðarbókmenntafræði hafði þá verið stofnuð af Harry Levin og ég nam því hjá honum. Ég hafði lært grísku allan tímann, en ástæðan fyrir því er mjög ómerkileg. Hún var sú að ef maður var í Harvard og vildi fá BA-gráðu varð maður að kunna annað hvort lat- ínu eða grísku. Harvard gerði ráð fyrir að flestir kynnu latínu, þó að ég hafi ekki kunnað hana, og því buðu þeir ekki einu sinni upp á byrj- endanámskeið í latínu. Þess vegna lærði ég grísku, bara til þess að fá BA-gráðu frekar en BS-gráðu. Þetta var eini munurinn. En svo varð ég ástfanginn af grískunni og á endanum, eftir miklar sviptingar, út- skrifaðist ég úr fornfræði og heimspeki. Ég hélt áfram í Harvard á framhaldsstigi í fornfræði og heimspeki. Þannig að áhugi þinn á heimspeki vaknaði fyrst í menntaskóla við lest- ur sígildra verka, Nietzsche, Schopenhauer og þar fram eftir götunum? 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.