Hugur - 01.06.2002, Síða 18
Hugur
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
sjálfur, en þá sagði einhver: „Veistu, mig rámar í að hafa lesið í neð-
anmálsgrein í grein eftir Morgenstern, við Harvard-háskóla, að ef til
væri lausn á þessum vanda væri hana að finna einhvers staðar í
skrifum Ramseys.“ Eg fletti því upp í Ramsey og hann hafði vissulega
leyst vandann og gert það á nákvæmlega sama hátt og ég. Þetta er
forvitnilegt fyrir sagnfræðinga því hagfræðingarnir og sálfræðingarn-
ir sem unnu að ákvörðunarfræði, á eilítið annan hátt, vissu ekki á
þessum tíma hvernig ætti að gera þetta og gáfu sér einfaldlega ann-
að hvort en mældu hitt. Og þeir gátu auðvitað gert það á hvorn veg-
inn sem var, svo lengi sem gert var ráð fyrir að annað af þessu tvennu
væri þekkt. En í raun þurftu þeir að gera hvort tveggja í senn. Ram-
sey hafði leyst þennan vanda nokkrum áratugum áður, en enginn
gerði sér ljóst að lausnin væri komin. I mínu tilfelli leiddi endurupp-
götvun mín á lausn Ramseys til þess að við gerðum nokkrar tilraun-
ir sem voru áhugaverðar fyrir sálfræðinga og hagfræðinga og sem ég
held að séu nú einnig alkunnar meðal heimspekinga.
Hvaða áhrif hafði þetta á vinnu þína í heimspeki síðar meir?
Þetta hafði þó nokkur áhrif vegna þess að þetta er almenn aðferð og
annar kostur en hefðbundinn hugsunarháttur um aðferð í rökgrein-
ingarheimspeki. Hefðbundnara viðhorfið er að markmiðið sé að rök-
greina tiltekin hugtök, með öðrum orðum, skilgreina þau. En hér höf-
um við um annan kost að velja og það má einnig segja að þetta sé ein
leið til að framkvæma hugmynd Strawsons í Individuals um að
tengja mikilvæg hugtök hvert öðru án þess að skilgreina hvert og eitt.
Að smíða kenningu sem byggir á frumsetningum er ein leið til að
stunda rökgreiningu, það er að segja, tengja hugtök hvert öðru á
strangan og hárnákvæman hátt. Og aðferðin er meira en bara það.
Hún sýnir hvernig leiða má fram afar öflugar og fágaðar niðurstöður
með því að byggja upp kerfi á grunni nokkurra, fremur einfaldra hug-
taka. Þetta virðist vera aðferð í heimspeki. Ekki eina aðferðin, vissu-
lega, en aðferð og það aðferð sem heimspekingar höfðu í raun ekki
kunnað að meta (og margir kunna ekki enn að meta). Þetta hefur
skipt mig miklu í allri vinnu minni.
Yfir í annað. Þú hefur skrifað mikið um mannlegar athafnir og ætlun;
þú ert raunar einn fremsti höfundurinn um þessi efni á síðustu öld og
áfram í upphafi þessarar. Þú hefur ennfremur skrifað mikið um sál-
fræði: um sálfræði sem vísindi, um sálfræðilegar skýringar og annað í
þeim dúr og sálfræði sem fæst mest við hegðun. Með tilliti til þessa
16