Hugur - 01.06.2002, Page 42
Hugur
Garðar Á. Árnason
er að fínna í samfélaginu til þess að hefja vísindi sín á stall. En Bloor
vill segja meira en það. Við hugsum á sama hátt um vísindi og um trú,
vegna þess að í hvoru tveggja birtist reynsla okkar af samfélaginu.
Steindór rekur greiningu Bloors á vísindaheimspeki Thomasar Kuhn
og Karls Popper sem dæmi um hvernig hugmyndir mótast af samfé-
laginu. I hugmyndum Kuhns og Poppers, samkvæmt túlkun Bloors,
birtist ólík hugmyndafræði: Upplýsing hjá Popper og rómantík hjá
Kuhn. Það er áhugavert að bera hugmyndir Poppers og Kuhns sam-
an við meginhugmyndir upplýsingar og rómantíkur, en greiningin
virðist ekki ná lengra en að benda á hvað ein hugmynd sé lík annarri.
Það er ekki ljóst hvers vegna hugmyndirnar líkjast, hvernig samfé-
lagsþræðirnir hafa flutt hugmyndir upplýsingar og rómantíkur inn í
hugarheima Poppers og Kuhns, né af hveiju hugmyndir annars líkj-
ast upplýsingu og hugmyndir hins rómantík en ekki til dæmis öfugt
eða eitthvað í bland. Það er með öllu óljóst af þessari greiningu hvern-
ig reynsla Poppers og Kuhns af samfélaginu (þ.e. af Vín millistríðsár-
anna hjá Popper og Bandaríkjunum eftir stríð hjá Kuhn) mótaði hug-
myndir þeirra um vísindi. Auk þess virðist trúarlega greiningin ekki
lengur eiga við. Þó að Popper og Kuhn hafi báðir skipað grunnvísind-
um á hærri stall en hagnýtum vísindum, þá er það íjarri þeim að gera
vísindin heilög. Segja má að Popper og Kuhn hafi heldur stuðlað að
afhelgun vísindanna en hitt, hvor á sinn hátt. Popper afhelgaði vís-
indin með því að halda fram skeikulleika þeirra og að kenningar sé
einungis hægt að afsanna en ekki staðfesta. Kuhn afhelgaði vísindin
með því að benda á þátt félagslegra afla í þróun vísinda á kostnað
skynsemi og rökhugsunar.17
17 Sú afhelgun vísinda sem fólst í bók Kuhns, Gerð vísindabyltinga (The Struc-
ture of Scientific Revolutions), beindist að skortinum á skynsamlegum ástæð-
um til að velja á milli viðmiða (e. paradigms) þegar vísindabylting á sér stað.
Söguleg rannsókn Kuhns gaf til kynna að það væru ekki góð rök eða sönnun-
argögn sem hafa ráðið því að ný viðmið ná fótfestu, heldur ýmsar félagslegar
ástæður. Samkvæmt bók Kuhns virtist ekki vera hægt að velja af skynsemi,
á milli viðmiða, því skynsemin sjálf getur ekki unnið utan þeirra. Og ekki er
til neitt stærra viðmið sem hægt er að nota til að dæma um gildi einstakra
viðmiða. Eftir útkomu bókarinnar dró Kuhn úr afstæðishyggjunni sem í
þessu fólst og gagnrýndi mjög þá afhelgun á vísindum sem bókin var upphaf-
ið að (sjá t.d. Thomas S. Kuhn: „Hvað hefur gerst eftir Gerð vísindabyltinga?“
Heimspeki á tuttugustu öld: Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar.
Ritstjórar Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (Reykjavík: Heim-
skringla/Mál og menning 1994), bls. 225-240, sjá bls. 228. í upphaflegri út-
gáfu heitir greinin „The Road Since Structure" í Arthur Fine o.fl. (ritstj.):
PSA 1990: Proceedings of the 1990 Biennial Meeting of the Philosophy of
40