Hugur - 01.06.2002, Síða 44
Hugur
Garðar A. Arnason
rætur í einstaklingshyggju og kapítalisma, þá er ekki ljóst af hverju
slíkar rætur vísindakenninga í einstaklingshyggju gerir þær pólitísk-
ar. Talsmenn raunvísinda gætu sagt með vísun til hefðbundinnar vís-
indaheimspeki að uppgötvun tilgátu geti verið mótuð af samfélagi og
pólitík, en réttlæting hennar verði að vera laus við alla pólitík. Við höf-
um t.d. ýmiss konar reynslugögn sem styðja þróunarkenningu Dar-
wins, án þess að þau hafi nokkuð að gera með einstaklingshyggju eða
kapítalisma á Englandi á Viktoríutímanum. Ef réttlæting kenningar
er pólitísk, eins og réttlæting Lysenkos á erfðafræði sinni með vísun í
díalektíska efnishyggju, þá er einfaldlega um vond vísindi að ræða
eða hreinlega gervivísindi. Ef kenning er réttlætt vísindalega og ópól-
itískt þá skiptir í sjálfu sér ekki máli þótt hún eigi sér pólitískan upp-
runa, nema hún geti einhvern veginn í krafti þessa uppruna síns haft
pólitísk áhrif en það er alls ekki ljóst hvernig það getur átt sér stað.
Vandinn felst í að skýra orsakatengslin milli hins pólitíska umhverf-
is sem kenningar verða til í (eða breiðast út í) og pólitískra áhrifa
þeirra síðar meir. Mér sýnist því vera óljóst hvaða pólitísku áhrif nú-
tíma lífvísindi geti haft í krafti þess að eiga sögulegar rætur í römm-
ustu einstaklingshyggju. Samt sem áður verður vart efast um að lff-
tæknivísindin hafi pólitísk áhrif og að þau fari vaxandi.
Það sem skiptir meira máli fyrir tengsl lífvísinda og lýðræðis en
gamlar leifar af hugmyndafræði sem erfðavísindin kunna enn að
bera með sér, er tengsl líftæknifyrirtækja og stjórnvalda. Eins og
Steindór bendir réttilega á hefur Islensk erfðagreining mörg merki
„stórra vísinda“, þ.e.a.s. stórtækra vísindaáætlana þar sem mikill
mannafli, fé og pólitískir hagsmunir hafa verið lagðir að veði eins og
kortlagning og raðgreining erfðamengis mannsins síðasta áratug er
dæmi um. Þar ráða önnur lögmál en í „smáum vísindum“, þar sem
margar smærri áætlanir og smærri verkefni eru í gangi og auðvelt
er að aðlaga þau að nýjum uppgötvunum og breyttum aðstæðum. I
„stórum vísindum“ eru tengslin við ríkisvald náin, rannsóknaáætl-
unum er fylgt hvað sem tautar vegna þess að svo miklu er búið að
kosta til, og gagnrýni er vísað á bug af pólitískum og fjárhagslegum
ástæðum fremur en vísindalegum. Færa má rök fyrir því að hlut-
leysi og lýðræði dafni betur í smáum vísindum en stórum. Þó eru
smáu vísindin ekki án vandkvæða heldur: Vísindamenn berjast
hver við annan um fjármagn, ungir vísindamenn þurfa að velja sér
rétta fylgismenn og gæta að sér til að komast áfram, o.s.frv. Vandinn
við stóru vísindin, og sá vandi er mun stærri, er að gagnrýni snert-
ir ekki lengur einungis viðkomandi vísindamenn, heldur einnig ráð-
42