Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 44

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 44
Hugur Garðar A. Arnason rætur í einstaklingshyggju og kapítalisma, þá er ekki ljóst af hverju slíkar rætur vísindakenninga í einstaklingshyggju gerir þær pólitísk- ar. Talsmenn raunvísinda gætu sagt með vísun til hefðbundinnar vís- indaheimspeki að uppgötvun tilgátu geti verið mótuð af samfélagi og pólitík, en réttlæting hennar verði að vera laus við alla pólitík. Við höf- um t.d. ýmiss konar reynslugögn sem styðja þróunarkenningu Dar- wins, án þess að þau hafi nokkuð að gera með einstaklingshyggju eða kapítalisma á Englandi á Viktoríutímanum. Ef réttlæting kenningar er pólitísk, eins og réttlæting Lysenkos á erfðafræði sinni með vísun í díalektíska efnishyggju, þá er einfaldlega um vond vísindi að ræða eða hreinlega gervivísindi. Ef kenning er réttlætt vísindalega og ópól- itískt þá skiptir í sjálfu sér ekki máli þótt hún eigi sér pólitískan upp- runa, nema hún geti einhvern veginn í krafti þessa uppruna síns haft pólitísk áhrif en það er alls ekki ljóst hvernig það getur átt sér stað. Vandinn felst í að skýra orsakatengslin milli hins pólitíska umhverf- is sem kenningar verða til í (eða breiðast út í) og pólitískra áhrifa þeirra síðar meir. Mér sýnist því vera óljóst hvaða pólitísku áhrif nú- tíma lífvísindi geti haft í krafti þess að eiga sögulegar rætur í römm- ustu einstaklingshyggju. Samt sem áður verður vart efast um að lff- tæknivísindin hafi pólitísk áhrif og að þau fari vaxandi. Það sem skiptir meira máli fyrir tengsl lífvísinda og lýðræðis en gamlar leifar af hugmyndafræði sem erfðavísindin kunna enn að bera með sér, er tengsl líftæknifyrirtækja og stjórnvalda. Eins og Steindór bendir réttilega á hefur Islensk erfðagreining mörg merki „stórra vísinda“, þ.e.a.s. stórtækra vísindaáætlana þar sem mikill mannafli, fé og pólitískir hagsmunir hafa verið lagðir að veði eins og kortlagning og raðgreining erfðamengis mannsins síðasta áratug er dæmi um. Þar ráða önnur lögmál en í „smáum vísindum“, þar sem margar smærri áætlanir og smærri verkefni eru í gangi og auðvelt er að aðlaga þau að nýjum uppgötvunum og breyttum aðstæðum. I „stórum vísindum“ eru tengslin við ríkisvald náin, rannsóknaáætl- unum er fylgt hvað sem tautar vegna þess að svo miklu er búið að kosta til, og gagnrýni er vísað á bug af pólitískum og fjárhagslegum ástæðum fremur en vísindalegum. Færa má rök fyrir því að hlut- leysi og lýðræði dafni betur í smáum vísindum en stórum. Þó eru smáu vísindin ekki án vandkvæða heldur: Vísindamenn berjast hver við annan um fjármagn, ungir vísindamenn þurfa að velja sér rétta fylgismenn og gæta að sér til að komast áfram, o.s.frv. Vandinn við stóru vísindin, og sá vandi er mun stærri, er að gagnrýni snert- ir ekki lengur einungis viðkomandi vísindamenn, heldur einnig ráð- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.