Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 53
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur
Hugur
Síðan tekur hann til við langa og hugvitssamlega leit að leiðum til að
smætta íbyggnar setningar - eins og „Tumi heldur að Cíceró hafí
ákært Catilínu" - í aðrar sem eru það ekki. (Kannski við ættum að
kalla hinar síðarnefndu ábyggnar setningar. Þær heita „extensional
sentences“ á ensku.)
Leitin ber engan árangur, sama hve snjöllum brögðum er beitt. Nið-
urstaðan verður því hin sama og hjá Brentano, en mun vandlegar
rökstudd.16 Ibyggni er ósmættanleg. Nema hvað Quine dregur allt
aðra álykun af þessari niðurstöðu en Brentano gerði. Brentano hélt
hún sýndi að við kæmumst ekki hjá að leggja stund á sjálfstæða sál-
arfræði sem setti fram kenningar um íbyggin fyrirbæri eins og skoð-
un, ætlun, von og ótta. Quine telur sig hafa leitt í ljós að íbyggnar
setningar verði ekki réttlættar með skýrum rökum fyrst þær eru
ósmættanlegar, og að sjálfstæð sálarfræði sé tálsýn.17
Anscombe fékkst ekki við eiginlega rökfræði, sögðum við, þótt það
kæmi fyrir að hún velti fyrir sér einstökum rökfræðilegum ráðgátum
af mikilli snerpu. (Kannski má geta þess að maður hennar Peter
Geach er einkanlega rökfræðingur, og hann var í áratugi náinn vinur
Quines.18) En við nefndum „Siðfræði nútímans" sem þykir hafa mark-
að tímamót í siðfræði. Sú ritgerð var upphaflega ekki nema erindi
flutt hjá stúdentafélagi í Oxford. Hún er samt sögulegt upphaf dygða-
fræði nútímans. Þar gagnrýnir Anscombe greinarmun Humes á stað-
reyndum og verðmætum fyrir að vera vanhugsaður, skyldusiðfræði
Kants og annarra fyrir að styðjast við óréttlætanlega samlíkingu sið-
ferðis og löggjafar, og allan þorra siðfræðinga á tuttugustu öld, hvort
sem þeir fylgja nytjastefnu eða ekki, fyrir að játast leikslokahug-
myndum sem hún kallaði svo (e. consequentialism). Hún taldi sig hafa
lagt megnið af allri viðtekinni siðfræði í rúst, og sagði að siðfræðin
mundi ekki rísa úr þeim rústum aftur fyrr en tekizt heíði að leggja
grundvöll að henni með nýrri heimspekilegri sálarfræði. Heimspeki-
leg sálarfræði varð síðan eitt helzta viðfangsefni Anscombe. Það var
einmitt sálarfræði af því tæi sem Quine hélt að væri tálsýn.
Anscombe er í mestum metum fyrir kenningar sínar um ætlun eða
ásetning. Þær tengjast siðfræði hennar með ýmsum hætti. Bók henn-
ar Intention (Ætlun) sem út kom 1957 sætti miklum tíðindum í allri
16 Sjá Word and Object, fjórða, fimmta og sjötta kafla, §§17-47, 80-232.
17 Word and Object §31 og 35, 147 og 166-167.
18 Síðast þegar ég vissi til voru uppi ráðagerðir um að prenta að minnsta kosti
hluta af bréfaskiptum Quines og Geach um rökfræði. Bréfaskipti Quines og
Rudolfs Carnap voru prentuð fyrir nokkrum árum.
51