Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 56
Hugur
Þorsteinn Gylfason
Vínarhringurinn sótti mikið af innblæstri sínum í Rökfræðilega rit-
gerð um heimspeki eftir Wittgenstein.26 Þar er meginhugmyndin sú
að leysa megi allar hefðbundnar gátur heimspekinnar með því að
hyggja að máli, merkingu máls og reglum um mál (eins og í rökfræði)
í staðinn fyrir að setja saman kenningar um hugsun, skynjun, skiln-
ing, þekkingu eins og til dæmis Hume og Kant höfðu gert. Allar mark-
tækar staðhæfingar eru annað hvort staðhæfingar um heiminn eða
staðhæfingar um málið. Hinar fyrrnefndu mynda náttúruvísindin,
hinar síðarnefndu nýstárlega heimspeki. Öll eldri heimspeki er merk-
ingarlaus nema henni verði snúið í kenningar um mál og merkingu.
Hinni nýju heimspeki var svo á endanum ætlað að verða að rökfræði-
legu kerfi í einhverri mynd.
Við skulum láta einstök atriði kenningar Wittgensteins í Ritgerð-
inni liggja á milli hluta. Það er mjög umdeilanlegt nákvæmlega
hvernig eigi að skilja hana. En það má reyna að bregða upp skyndi-
mynd af kenningu Carnaps. Staðhæfingarnar um heiminn - það er að
segja setningar náttúruvísindanna - voru hjá honum reistar á
reynslu. Þess vegna hét kenningin raunhyggja. En heimspeki Carn-
aps er þó einkanlega rökvísleg greinargerð fyrir mannlegu máli, og
þess vegna var raunhyggjan rökfræðileg. Hjá Carnap, eins og hjá fjöl-
mörgum yngri heimspekingum hvort sem þeir hafa talið sig vera
raunhyggjumenn eða ekki, skiptir eitt mestu um mál. í hverju máli
hafa táknin sem mynda málið ákveðna greinanlega merkingu - eða
fasta merkingu - hvert um sig, og hlíta síðan greinanlegum reglum -
eða föstum reglum - sem lögmál rökfræðinnar eru eitt dæmið um, til
dæmis sannfallareglurnar sem eru reglur um orðin „ekki“, „og“, „eða“
„ef ... þá“ og „ef og aðeins ef‘. Hina greinanlegu merkingu má láta í
ljósi í rökhæfingum, til dæmis skilgreiningum eins og
Ekkja er kona sem misst hefur mann sinn
eða
Kraftur er margfeldi massa og hröðunar.
Merking er mannasetning: líf gæti heitið „víti“ og vatn „áki“. Eða heit-
ir ekki lífsins vatn „ákavíti“? En líka það gæti heitið annað. Reglurn-
bókinni eftir Ludwig Wittgenstein, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykiavík
1998, 16-22 og 27-29.
26 Ludwig Wittgenstein: Tractatus Logico-Philosophicus, Routledge & Kegan
Paul, London 1922. Ný útgáfa með nýrri enskri þýðingu kom út hjá sama for-
lagi 1961 og oft síðan.
54