Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 69
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur
Hugur
bókabúð í Jórvík. Þegar hún rakst á bók í hillu og vildi blaða í henni,
lagðist hún með hana á bakið í gólfið. Hún skeytti því engu að aðrir
viðskiptavinir búðarinnar þurftu stundum að klofa yfir hana.
Van Quine - hann var kallaður Van en hvorki Willard né Orman -
var ekki sérkennilegur maður í viðkynningu. Hann var eins sléttur og
felldur í allri umgengni sem verið gat. Eg sá hann tvisvar skipta
skapi lítillega. I bæði skiptin var hann orðinn samur aftur í einni
svipan. Hann hneykslaðist oft kyrrlátlega á hindurvitnum og gervi-
vísindum, meðal annars á róttækum marxisma sem starfsbróðir hans
Hilary Putnam ánetjaðist um skeið. Eða á Richard Rorty eftir að
hann varð landskunnur vestanhafs. „Hann segir að heimspeki sé
sjálfstjáning. Hvar endar þetta?“
I eftirmála við æviminningar sínar lýsir hann sjálfum sér meðal
annars á þá leið að tilfinningalíf hafi aldrei verið fyrir sig. Hann hafi
alla tíð átt létt með að vinna bug á söknuði, einsemd, kvíða og leiða
með því einu að flýja á náðir vinnu sinnar eða einhvers konar hugar-
leikfimi. Hann var með afbrigðum snjall í hugarreikningi. Hann seg-
ir að eiginlega sé eina geðshræringin sem hann verði var við frá degi
til dags óþolinmæði. Hann sé óþolinmóður við vinnu sína. Honum
finnist hún ekki ganga nógu fljótt fyrir sig. Þannig hlaupi líðandi
stund frá honum jafnt og þétt án þess hann hafi nokkurn tíma til að
njóta hennar.
Það kemur fyrir að skáldskapur snerti mig djúpt, og þá er það
alveg eftir mér að lesa lítið af honum. Sumar óperur hafa sömu
áhrif á mig, og þá er það textinn engu síður en tónlistin sem
þar er að verki.55
Hugur hans var alltaf að, hvort sem hann var að vinna eða ekki. Hann
var ekki bara reikningshestur í huganum, heldur líka málagarpur í
fremstu röð, og óþreytandi áhugamaður um orösiijar.56 Hann gaf mér
skýringu, sem ég hef hvergi séð á prenti í limrufræðum, á heitinu „lim-
erick“ á limrum að þær hétu eftir írsku þjóðlagi, undir sama hætti,
sem nefnt væri „Limerick Air“. Hann söng fyrir mig lagið, og ég taldi
mig læra það. En nú man ég það ekki lengur, og hann er allur.
55 The Time of My Life, 476.
56 Orðabók hans Quiddities: An Intermittently Philosophical Dictionary, Har-
vard University Press, Cambridge, Massachusetts og London 1987, er vitnis-
burður um lærdóm hans um orð, mál, stíl og skyld efni, auk þess sem tölu-
vert er í henni af heimspeki.
67