Hugur - 01.06.2002, Síða 83

Hugur - 01.06.2002, Síða 83
Sannleikur, þverstæður og göt Hugur (2) Allt sem Nixon sagði um Watergate-málið er ósatt. (3) Allt sem Dean sagði um Watergate-málið er ósatt. Samkvæmt viðteknu leiðinni geta þessar fullyrðingar ekki verið hvor um aðra. Ef setning (2) á við um setningu (3), þá hlýtur setning (2) að vera af hærra stigi en (3). En þá getur (3) ekki verið um (2). En fyrir utan þetta vandamál virðist ekkert því til fyrirstöðu að við getum sagt til um hvort setningar (2) og (3) eru sannar með því að líta á stað- reyndir málsins og algerlega án þess að gera ráð fyrir að sannleiks- umsagnirnar falli á tiltekin stig í stigveldi sannleiksumsagna. Setningar (2) og (3) geta augljóslega ekki báðar verið sannar, en önnur gæti verið sönn og hin ósönn, eða þær gætu báðar verið ósann- ar, allt eftir því hverjar staðreyndirnar eru, en ekki vegna þess að þeg- ar orðið ‘satt’ kemur fyrir þá sé það af tilteknu fyrirfram ákvörðuðu stigi. Þetta verður skýrara ef við bætum þriðju setningunni við: (A) Meðferð Nixons á Watergate-málinu var ábótavant. Ef við gerum ráð fyrir að (A) sé sönn, þá getum við slegið eftirfarandi fóstu: (i) (2) og (3) geta ekki verið báðar sannar. (ii) Ef bæði Dean og Nixon hefðu sagt (A), þá væru bæði (2) og (3) ósannar. (iii) Ef Dean hefði sagt (A) og allt sem Nixon sagði um Watergate-málið fyrir utan (3) væri ósatt, þá væri (3) einnig ósönn en (2) sönn. Það sem þetta sýnir er að sanngildi (2) og (3) veltur á tilfallandi staðreyndum en ekki á því hvar þær lenda í stigveldi sannleiksumsagna um leið og þær eru sagðar. V. Sannleiksskilgreining Kripkes Til að gera okkur grein fyrir meginatriðunum í skilgreiningu Kripk- es skulum við fara líkt að og áður og gefa skilgreiningu á ‘er sönn’ fyr- ir mjög einfalt mál. Skilgreining Kripkes byggir að verulegu leyti á hugmyndum Tarskis. Við látum M vera eins og áður, það hefur um- sögnina ‘er hvítur’, það hefur rökfastana ‘ekki’ og ‘eða’, og það hefur gæsalappir til að búa til nafn fyrir hvaða setningu sem er í M. Fyrir þetta mál höfum við þegar sannleiksskilgreiningu. Nú hugsum við okkur einfaldlega að innleiða í málið umsögnina ‘er sönn’. Til að gera það þurfum við að bæta við orðaforða M, við köllum málið sem verð- ur til við það Ms, en við þurfum líka að endurskoða liðinn fyrir umtak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.