Hugur - 01.06.2002, Side 89

Hugur - 01.06.2002, Side 89
Sannleikur, þverstæður og göt Hugur ir um að hér væri komin leið út úr vandanum, aðrir voru sannfærðir um að þessar hugmyndir væru lítils verðar og einskis verðar sem lausn á þverstæðu lygarans þar sem hún skyti bara upp kollinum með umsögninni ‘er örugglega sönn’ í staðinn fyrir ‘er sönn’. Að hve miklu leyti þessi gagnrýni á við veltur á því hvaða skilningur er lagð- ur í sanngildisgöt. Er ‘hvorki sönn né ósönn’ nýtt sanngildi til viðbót- ar við ‘sönn’ og ‘ósönn’ eða er það skortur á sanngildi, eða þýðir það kannski bara að það sé óákveðið hvort hinna hefðbundnu sanngilda eigi við? En það er annar galli á hugmyndum Kripkes eins og hann setur þær fram. Samkvæmt því sem hann segir, þá er setning ógrunduð ef og aðeins ef sanngildi hennar veltur á endanum á setningu sem minnist á sannleikshugtakið. En hvers vegna gætum við ekki einfald- lega skilgreint umsögnina ‘er ógrunduð’ einmitt svona? Hvernig má það vera að tungumál geti innihaldið sína eigin sannleiksumsögn, en ekki umsögnina ‘er ógrunduð’ ef gera má grein fyrir þessari umsögn á jafn hreinan og beinan hátt með hjálp sannleiksumsagnarinnar? Þetta ætti að vera ráðgáta. Hér virðast tvær leiðir koma til greina. Annars vegar að hafna því, eftir allt saman, að mál geti innihaldið sína eigin sannleiksumsögn og hins vegar að gera annars konar grein fyrir því hvað það er fyrir setningu að vera ógrunduð. Ég held að seinni leiðin sé fær, og raunar séum við knúin til að velja hana af ástæðum sem hafa ekkert með þverstæðu lygarans að gera. VII. Sanngildisgöt Hversu trúverðug hugmynd Kripkes er veltur á endanum á því hversu trúverðug hugmyndin um sanngildisgöt er. Hugmyndin um sanngildisgöt er ekki ný af nálinni. Hjá Frege finnum við þessa hug- mynd ítarlega útfærða. Frege leit svo á að opna setningin „x er sköll- óttur“ stæði fyrir fall frá hlutum yfir á sanngildi. En ef við skiptum breytunni ‘x’ út fyrir ákveðnu lýsinguna ‘núverandi konungur Frakka’ verður útkoman setning sem ekki stendur fyrir sanngildi, þ.e. setn- ingin er hvorki sönn né ósönn. Astæðan er sú að ákveðna lýsingin vís- ar ekki til neins. Önnur vel þekkt hugmynd um sanngildisgöt kemur frá Strawson, og það litla sem Kripke segir um efnið virðist benda til þess að hann hallist að hugmyndum hans. Samkvæmt hugmyndum Strawsons er það að segja lýsandi setningu tilraun til að setja fram staðhæfingu. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.