Hugur - 01.06.2002, Page 89
Sannleikur, þverstæður og göt
Hugur
ir um að hér væri komin leið út úr vandanum, aðrir voru sannfærðir
um að þessar hugmyndir væru lítils verðar og einskis verðar sem
lausn á þverstæðu lygarans þar sem hún skyti bara upp kollinum
með umsögninni ‘er örugglega sönn’ í staðinn fyrir ‘er sönn’. Að hve
miklu leyti þessi gagnrýni á við veltur á því hvaða skilningur er lagð-
ur í sanngildisgöt. Er ‘hvorki sönn né ósönn’ nýtt sanngildi til viðbót-
ar við ‘sönn’ og ‘ósönn’ eða er það skortur á sanngildi, eða þýðir það
kannski bara að það sé óákveðið hvort hinna hefðbundnu sanngilda
eigi við?
En það er annar galli á hugmyndum Kripkes eins og hann setur
þær fram. Samkvæmt því sem hann segir, þá er setning ógrunduð ef
og aðeins ef sanngildi hennar veltur á endanum á setningu sem
minnist á sannleikshugtakið. En hvers vegna gætum við ekki einfald-
lega skilgreint umsögnina ‘er ógrunduð’ einmitt svona? Hvernig má
það vera að tungumál geti innihaldið sína eigin sannleiksumsögn, en
ekki umsögnina ‘er ógrunduð’ ef gera má grein fyrir þessari umsögn
á jafn hreinan og beinan hátt með hjálp sannleiksumsagnarinnar?
Þetta ætti að vera ráðgáta. Hér virðast tvær leiðir koma til greina.
Annars vegar að hafna því, eftir allt saman, að mál geti innihaldið
sína eigin sannleiksumsögn og hins vegar að gera annars konar grein
fyrir því hvað það er fyrir setningu að vera ógrunduð. Ég held að
seinni leiðin sé fær, og raunar séum við knúin til að velja hana af
ástæðum sem hafa ekkert með þverstæðu lygarans að gera.
VII. Sanngildisgöt
Hversu trúverðug hugmynd Kripkes er veltur á endanum á því
hversu trúverðug hugmyndin um sanngildisgöt er. Hugmyndin um
sanngildisgöt er ekki ný af nálinni. Hjá Frege finnum við þessa hug-
mynd ítarlega útfærða. Frege leit svo á að opna setningin „x er sköll-
óttur“ stæði fyrir fall frá hlutum yfir á sanngildi. En ef við skiptum
breytunni ‘x’ út fyrir ákveðnu lýsinguna ‘núverandi konungur Frakka’
verður útkoman setning sem ekki stendur fyrir sanngildi, þ.e. setn-
ingin er hvorki sönn né ósönn. Astæðan er sú að ákveðna lýsingin vís-
ar ekki til neins.
Önnur vel þekkt hugmynd um sanngildisgöt kemur frá Strawson,
og það litla sem Kripke segir um efnið virðist benda til þess að hann
hallist að hugmyndum hans. Samkvæmt hugmyndum Strawsons er
það að segja lýsandi setningu tilraun til að setja fram staðhæfingu.
87