Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 90

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 90
Hugur Ólafur Páll Jónsson En slík tilraun getur mistekist og þá er engin staðhæfmg fyrir hendi til að telja hvort heldur sanna eða ósanna. Þessi hugmynd hefur þann augljósa galla að ef einhver segir tiltekna setningu, en mistekst að láta í ljósi staðhæfmgu, þá mistekst honum þar með að láta í ljósi sannindi. Og þar með virðist eðlilegt að segja að setningin sé ekki sönn. Svipaða athugasemd má gera við hugmynd Freges. Ef þetta er rétt þarf að finna aðra greinargerð fyrir sanngildisgötum ef hug- myndir Kripkes eiga að gagnast. Skynsamlegasta greinargerðin fyrir sanngildisgötum virðist vera að gera ráð fyrir því að til séu umsagnir sem hafi ófullkomna skil- greiningu. Við getum hugsað okkur umsögnina ‘er gvergur’ þar sem fullorðinn maður er gvergur ef hann er minni en 120 cm, en hann er ekki gvergur ef hann er stærri en 150 cm. Skilgreiningin er ófullkom- in þar sem hún segir ekkert um menn sem eru á bilinu frá 120 og upp í 150 cm. ímyndum okkur nú að tiltekinn maður sem við getum kall- að Jón sé 130 cm að hæð. Þar með er setningin „Jón er gvergur“ ekki sönn, samkvæmt ofangreindri skilgreiningu á umsögninni ‘er gverg- ur’, og hún er heldur ekki ósönn samkvæmt skilgreiningunni. En það eru engin mistök sem valda því að setningin er hvorki sönn né ósönn, einungis samspil skilgreiningarinnar og þeirrar staðreyndar að Jón er 130 cm hár. Ef við gerum grein fyrir sanngildisgötum á þennan hátt er ekkert því til fyrirstöðu að setning hafi ekki sanngildi en láti engu að síður í ljósi staðhæfingu. Nágranni Jóns, köllum hann Pétur, gæti til dæmis haldið að Jón væri minni en 120 cm og þar með haldið að Jón væri gvergur. Þá væri setningin „Pétur heldur að Jón sé gvergur“ sönn og sanngildi þessarar setningar krefst þess að setningin „Jón er gverg- ur“ láti í ljósi staðhæfingu. Sömu sögu er að segja um háttasamhengi. Setningin „Jón gæti verið 15 cm minni en hann er og þar með gverg- ur“ er að öllum líkindum sönn og þar með er til einhver mögulegur heimur þar sem setningin „Jón er gvergur“ er sönn. Það þýðir að í þessum heimi er setningin möguleg og til þess að svo megi vera verð- ur setningin „Jón er gvergur“ að láta í ljósi staðhæfmgu. Gerum nú ráð fyrir því að málið Ms innihaldi nafnið ‘Jón’ og um- sögnina ‘er gvergur’. í skilgreiningunni fyrir sannleika í Ms verður þá að vera liður fyrir umtak ‘er gvergur’. Slíkur liður yrði algjörlega sam- bærilegur við liðina fyrir ‘er hvítur’ og ‘er sönn’. Ef við fylgjum Tarski og Kripke ætti að leiða af skilgreiningunni (T) sanngildið fyrir setn- inguna „Jón er gvergur“: 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.