Hugur - 01.06.2002, Síða 112
Hugur
Davíð Kristinsson
sama er liður í afbyggingu samsemdarfrumspekinnar. Með höfnun
samsemdarfrumspekinnar verður kenningin um endurkomuna eilífu
að eilífri endurkomu mismunarins sem er óaðskiljanlegur hluti frum-
speki mismunarins. Sajnband hinna frjálsu anda við þessa frumspeki
framtíðarinnar byggir ekki á tilvistarlegri trúarskyldu eða tilvistar-
legu skylduboði. Hinir hýru hugsuðir kveða já við þeirri frumspeki-
legu sýn sem birtist þeim í kjölfar þess að gamli guðinn er dauður.
Það sem er hið sama er endurkoman sjálf. Það sem snýr aftur er
hins vegar ekki hið sama heldur mismunurinn. Endurkoman eilífa er
þannig vera verðandinnar, samsemd mismunarins. Það eina sem er
samt við sig er að mismunurinn kemur alltaf aftur sem annar mis-
munur. Frumspeki mismunarins er ekki andstæða samsemdarfrum-
spekinnar frekar en mismunurinn andstæða samsemdarinnar. Frá
sjónarhóli frumspeki mismunarins hafa samsemdir og mismunur
hins vegar aðra stöðu en innan heimsýnar samsemdarfrumspekinn-
ar. Ólíkt þeirri ályktun tómhyggjumannsins að allt sé flatneskja ef
Guð er dauður er áskorun frumspeki mismunarins fólgin í þeirri
heimssýn að allar samsemdir myndist á hafi verðandinnar. Frum-
speki mismunarins hafnar þeim eilífu samsemdum sem samsemdar-
heimspekin nefnir Guð, Skynsemi, Sannleika eða Sjálfsveru. Einung-
is gleymska getur valdið því að maður álíti þessar einingar eilífar eða
upphaflegar frekar en kviku sem storknað hefur í tímans rás. Frum-
speki mismunarins leggur áherslu á að allar „eyjar“ myndist á hafi
verðandinnar. Samsemdir verða ekki til úr samsemdum heldur úr
mismun. Allar samsemdir og einingar, allur sannleikur, öll skynsemi,
allar sjálfsverur verða til úr mismun og standa á hreyfanlegum und-
irstöðum á hafi verðandinnar og hverfulleikans. Það sem snýr aftur í
endurkomunni eilífu er ekki hið sama heldur mismunurinn. Ni-
etzsche kveðjur já við eilífri endurkomu mismunarins og játar þannig
lygaviljanum, sköpunarviljanum, viljanum til valds. Nietzsche, sem.
segir „bestu líkingarnar eiga að fjalla um tímann og verðandina",34
setur frumspekilega sýn endurkomukenningarinnar m.a. fram með
eftirfarandi líkingu:
Keisari nokkur hafði hverfulleika allra hluta sífellt hugfastan
og heimspekin) eftir Gilles Deleuze sé tímamótaverk í túlkunarsögu Nie-
tzsches. Samt sem áður styðst Sigríður ekki við Deleuze sem er mikilvægasti
fulltrúi þeirrar túlkunar að endurkomukenning Nietzsches sé kenning um
eilífa endurkomu mismunarins.
34 Friedrich Nietzsche, Svo mælti Zaraþústra, II, Á sælueyjunum, s. 104.
110