Hugur - 01.06.2002, Page 120
Hugur
Svanborg Sigmarsdóttir
brotið er gegn ekki í raun mannréttindi sem þurfi eða eigi að verja.12
Fyrir því geta verið þrjár ástæður. I fyrsta lagi eru aðrir taldir vera
„undir-mannlegir“ og ekki tilheyra jafn siðmenntuðum eða þróuðum
heimi.13 Þessir „óþróuðu" teljast vera á einhverju millibilsstigi á milli
manna og dýra og því jafnvel ósiðlegir að mati fullgildra manna. I
öðru lagi eru sumir álitnir vera í ævarandi barndómi, þ.e. þeir geta
aldrei þroskast nóg til að verða fullorðnar og fullþroska manneskjur.
Sem ævarandi börn verður slíkt fólk ávallt að vera undir verndar-
væng þeirra fullorðnu. í þriðja lagi eru þetta mannréttindi. Sumstað-
ar teljast konur ekki til manna og því talið óþarfi að ætla þeim rétt-
indi. Með því að lýsa þessum breytilega skilningi á hvað teljist til
hugtaksins „mannvera“ er einungis verið að reyna að benda á að það
er ekki nóg að lýsa því yfir að allar manneskjur hafi þessi réttindi á
meðan ósátt ríkir um við hverja hugtakið eigi.14
3. Eins og fram hefur komið eiga réttindi að gilda óháð því hvort
þau eru virt eða hvort þau falla að gildismati eða lögum ákveðinna
menningarhópa. Því sé hægt að nota þau sem tæki til gagnrýni og
sem grundvöll raka til að krefjast breytinga.
4. Mannréttindi eru talin hafa mikilvægt bindandi gildi. í því felst
að vægi þeirra sé meira en vægi menningarbundinna hefða þegar
árekstrar verða á milli þessa tvenns. I því felst jafnframt að þau eru
talin nógu mikilvæg til að hægt sé að réttlæta afskipti ríkja og al-
þjóðasamfélagsins af innríkismálefnum annarra ríkja í nafni mann-
réttinda.
Gagnrýni samfélagshyggjunnar
Upp úr 1980 fóru að heyrast háværar efasemdaraddir um réttmæti
mannréttindayfirlýsinga. Það voru ekki einræðisherrar sem lýstu
þessu yfir, ákafir í að verja sitt yfirráðarsvæði gegn óþægilegum
spurningum vesturlanda, heldur vestrænir fræðimenn sem vildu ekki
samþykkja þann fræðilega grunn sem átti að liggja þar að baki. Einn
þeirra, Alasdair Maclntyre lýsti því yfir í bók sinni After Virtue, að
12 Richard Rorty 1993. „Human Rights, Rationality, and Sentimentality“ í On
Human Rights: The Oxford Amnesty Lectures (ritstj. S. Shute and S. Hurley).
Basic Books, New York. Sérstaklega bls. 112.
13 Um „undir-mannlegar“ verur (e. sub-human) sjá Zygmunt Bauman 1989.
Modernity and the Holocaust. Polity Press, Cambridge.
14 Sjá Svanborg Sigmarsdóttir 1997. Humanity and Civility in Political Thought.
Óbirt MA ritgerð í stjómmálakenningum. University of Essex, Colchester.
118