Hugur - 01.06.2002, Page 136

Hugur - 01.06.2002, Page 136
Hugur Guðmundur Heiðar Frímannsson munninn í því námskeiði hafi kennarinn dregið það sem hann sagði í efa, spurt hann í þaula og bent honum á villur. Það varð svo til þess að hann ákvað að taka fleiri námskeið í heimspeki til að skerpa hugs- un sína. Hann lauk BA prófi frá Columbia-háskóla í Sidney Morgen- besser eins og Nozick orðaði það sjálfur og hélt síðan til Princeton. Hann hóf kennslu meðan hann var enn í námi og hélt henni áfram við Princeton fram til ársins 1965. Þá flutti Nozick sig yfir til Harvard og var lektor þar í tvö ár en hvarf svo til Rockefeller háskólans sem dós- ent og var þar í tvö ár en réðist þá aftur til Harvard sem prófessor ár- ið 1969 og var þar kennari alla tíð síðan. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstöðum innan Harvard, var skorarformaður árin 1981 til 1984, og árið 1998 var hann ráðinn í sérstaka stöðu prófessors sem ekki er bundin neinni deild eða skor. Hann gat kennt eða rannsakað hvar í skólanum sem hann kaus. Nozick var 18. prófessorinn af því tagi sem starfaði við Harvard það ár. Staða Nozicks var kennd við Joseph Pell- egrino, bandarískan auðjöfur. Hann gegndi henni til dauðadags. Árið 1959 giftist Robert Nozick Barböru Fierer. Þau eignuðust tvö börn, Emily og David. Þau skildu. Síðari kona Robert Nozicks var skáldkonan Gjertrud Schnackenberg. Hún lifir mann sinn, og bæði börn hans gera það einnig. Óvenjulega Qölhæfur heimspekingur Doktorsritgerð Nozicks nefnist The Normative Theory of Individual Choice og kom út árið 1991. En fyrsta bók hans var Stjórnleysi, ríki og staðleysa sem kom út árið 1974 og vakti þegar í stað sterk við- brögð. Ástæðan var sú að hún þótti og þykir enn óvenjulega glæsileg bók í stjórnmálaheimspeki og skoðanirnar sem voru rökstuddar í henni gengu þvert gegn ríkjandi viðhorfum margra háskólamanna á þessum tíma en féll vel að sumum straumum í bandarískum stjórn- málum þá og löngum síðan. Þessi bók gerði Nozick víðkunnan innan heimspekinnar þegar í stað. En það sem merkilegra er gerði hún hann þekktan meðal almennra lesenda enda varð bókin snemma tískubók og er í raun enn. Hún er enn á markaði tæpum þrjátíu ár- um eftir að hún kom út. Bókin varð meira að segja svo fræg að til hennar er vísað í einum af Soprano þáttunum sem vinsælir hafa ver- ið í sjónvarpi í Bandaríkjunum og hér á landi. í einum þættinum er maður sem lögreglan vill kalla sem vitni í málaferlum og hefur boðið honum vernd. Þetta tilvonandi vitni er að lesa Stjórnleysið þegar það 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.