Hugur - 01.06.2002, Síða 144
Hugur
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Kenningin um lágmarksríkið: Styrkleikar og veikleikar
Það má segja margt um þessa bók og margt hefur verið sagt um hana.
En núna, tæpum þrjátíu árum eftir að hún kom út, er hún nokkuð sér
á parti, umræður um hana hafa ekki vakið upp hugsunarhefðina frá
Locke. Hún hefur haft áhrif á tíðarandann í þeim skilningi að fjölda-
margir hafa veður af bókinni og hvað í henni stendur. Hún virðist líka
hafa fengið þá stöðu að vera málsvörn hægrisinnaðra skoðana í
stjórnmálum, hefur eflt þá að rökum sem eru mótfallnir umfangs-
miklu ríki og ríkisumsvifum. Þá hefur hún haft greinileg áhrif á rök-
ræður heimspekinga. Svo að eitt dæmi sé tekið þá má sjá áhrif frá
honum í verki G. A. Cohen, Self-Ownership, Freedom, and Equality,
ekki með þeim hætti að hann hafi sannfært Cohen. Þau felast öllu
heldur í því að stýra rökunum sem hann notar, hvað áherslur hann
leggur. En Cohen er gamall marxisti sem enn leitast við að styrkja
jafnaðarstefnu með marxískum rökum. Þetta má sjá hjá öðrum höf-
undum. En mér virðist að verk Nozicks hafi ekki orðið hluti af meg-
instraumnum í heimspeki nema nokkrar ritgerða hans sem hann
skrifaði snemma á ferli sínum. Verk hans standa svolítið til hliðar við
hugsunarhefðina í enskumælandi löndum á síðustu þrjátíu árum.3
Bók Nozicks er vel læsileg en hún er ekki auðlesin. Hann skirrist
ekki við að nota tæknileg hugtök og víða þarf að hafa nokkuð fyrir því
að skilja röksemdir hans. Almennir lesendur hafa þó ekki látið þetta
stöðva sig og kaupa stöðugt ný eintök af bókinni. Hverjar ætli séu
ástæður þess? Mér virðast þær vera tvær. Annars vegar er að finna
rómantíska einstaklingshyggju í bókinni, blandaða tortryggni í garð
ríkisins. Þessi þáttur á sér djúpar rætur í bandarísku samfélagi og
víðar. Ennfremur eru dæmin í bókinni sum ótrúlega snjöll. Ég skal
nefna tvö. Annað er reynsluvélin. í því spyr Nozick hvað við ættum að
gera ef okkur stæði til boða að láta setja elektróður í heilann á okkur
sem stjórnuðu reynslunni upp frá því og við gætum, áður en við
styngjum í samband, valið hvers konar reynslu við vildum fá: skrifa
snilldarverk, ganga á fjöll, fara í bíó, bara nefna það og það verður
hluti af reynslunni. Höfum við einhverjar ástæður til að setja elek-
tróðurnar ekki í samband? Því svarar Nozicks játandi og nefnir þrjár
ástæður. Fyrsta ástæðan er sú að við viljum gera ákveðna hluti en
ekki bara hafa reynslu af því að gera þá. Önnur er að við viljum vera
tiltekin manneskja með tiltekna eiginleika og hæfileika en ekki fljót-
3 G. A. Cohen 1995. Self-Ownership, Freedom, and Equality. Cambridge,
Cambridge University Press.
142