Hugur - 01.06.2002, Síða 152
Hugur
Robert Nozick
alsælu (ef þú kýst hana) og hvers vegna skyldir þú finna til óþæginda
yfirhöfuð ef ákvörðun þín er besta ákvörðunin?
Hvað skiptir okkur máli umfram reynslu okkar? I fyrsta lagi fýsir
okkur að gera eitt og annað, ekki bara hafa reynslu af því að gera það.
Þegar um einhverja sérstaka reynslu er að ræða, þá viljum við reynsl-
una af þeirri ástæðu einni að okkur fýsir að framkvæma það sem
reynslan er reynsla af eða halda að við höfum framkvæmt það. (En
hversvegna viljum við athafna okkur frekar en bara fá reynslu af at-
höfnunum?) Önnur ástæða fyrir því að tengjast ekki er sú að viljum
vera með sérstökum hætti, vera sérstök tegund af manneskju. Sá sem
flýtur í keri er óákvörðuð klessa. Það er ekkert svar til við þeirri
spurningu hvers konar manneskja sá sé sem lengi hefur legið í ker-
inu. Er hún hugrökk, væn, greind, hnyttin, ástrík? Það er ekki aðeins
erfitt að segja; hún er ekki á einn veg frekar en annan. Að tengjast
vélinni er nokkurskonar sjálfsmorð. Sumum, sem eru fastir í þeirri
mynd, kann að virðast að ekkert skipti máli nema að svo miklu leyti
sem það endurspeglast í reynslu okkar. En er eitthvað sem kemur á
óvart við að okkur finnist mikilvægt hvað við erum? Hvers vegna
skyldum við aðeins hugsa út í það hvernig tíma okkar er varið, en
ekki út í hitt hvað við erum?
í þriðja lagi þá takmarkar reynsluvélin okkur við veruleika sem
gerður er af mannahöndum, veruleika sem er hvorki dýpri eða merki-
legri en hvaðeina það sem fólk getur búið til. Það er ekki um nein
raunveruleg tengsl við dýpri veruleika að ræða, þótt hægt sé að
herma eftir reynslunni af honum. Margir vilja vera opnir fyrir slíku
sambandi og fyrir tengingum sem hafa dýpri merkingu.1 Þetta skýrir
hinn ákafa ágreining um skynörvandi lyf sem fyrir sumum jafngilda
nokkurskonar reynsluvélum en opna í augum annarra leiðir að dýpri
veruleika; það sem sumir telja fela í sér uppgjöf gagnvart reynsluvél
telja aðrir eina af ástæðum þess að maður skyldi ekki gefast slíkri vél
á vald!
1 Heföbundin trúarleg viðhorf til þess hverskyns sambandið sé við handan-
veruleika eru innbyrðis ólík. Sumir segja að slíkt samband veiti eilífa alsælu
í Nirvana, en þeir geta ekki gert nægilega skýran greinarmun á þessu og því
að vera mjög lengi í reynsluvélinni. Öðrum kann að finnast það eftirsóknar-
vert í sjálfu sér að breyta að vilja æðri veru sem skapaði okkur öll, þó að þetta
gæti væntanlega engum fundist ef í ljós kæmi að við hefðum verið sköpuð í
því skyni að vera ofurmáttugu barni úr öðru stjörnukerfi, eða annarri vídd,
til skemmtunar. Enn aðrir ímynda sér samruna við æðri veruleika í fyllingu
tímans, án þess að ljóst sé hve æskilegur hann er eða hvað verði um okkur
eftir samrunann.
150