Hugur - 01.06.2002, Side 156

Hugur - 01.06.2002, Side 156
Hugur Kristján G. Arngrímsson upphaflegu málhefð, frekar en öðrum málhefðum. Maður er algerlega fijáls og getur eftir því sem honum hentar hoppað á milli hefða.2 Þessu tel ég að Gadamer myndi hafna. Hans afstaða er sú, að ekki sé um frjálst val að ræða; maður geti aldrei fyllilega slitið sig frá hefð- inni og málsamfélaginu sem hann er sprottinn úr, þar eð tungumál sé ekki verkfæri og því geti maður ekki lagt eitt frá sér og tekið annað upp í staðinn.3 Rorty leggur aftur á móti áherslu á að tungumál sé verkfæri.4 Kjarni málsins er því sú spurning hvort við höfum í raun- inni frelsi til að velja okkur tungumáls-leik. Rorty virðist telja okkur alveg frjáls, en Gadamer segir okkur aldrei frjáls, heldur ætíð bundin af þeim tungumáls-leik sem við erum upprunnin í. Og kjarninn í gagnrýninni á Rorty er sá, að hann kaupi frelsið of dýru verði. í fyrsta kafla þessarar ritgerðar útlista ég frekar túlkun mína á Rorty og leitast við að sýna fram á að nánari skoðun á afstöðu hans í þessu tiltekna máli leiði í ljós galla á henni er geri að verkum að hún standist ekki. í öðrum kafla geri ég grein fyrir afstöðu Gadamers og því hvers vegna hún er bæði nær því að ganga upp röklega og býður upp á notalegra hlutskipti fyrir mann sjálfan. Eins og titillinn gefur til kynna er markmið mitt í þessari ritgerð að varpa ljósi á það hvað sannfæring er, og sá munur á Rorty og Gadamer sem hér verður at- hugaður kemur þar að góðum notum, sýnist mér. Nánar tiltekið gerir afstaða Rortys manni erfitt um vik að hafa raunverulega sannfæringu sem er eitthvað annað og meira en fljótandi bráðabirgðahugmynd, en með því að kynna fordómahugtakið (þ. Vorurteil) til sögunnar (og önn- ur hugtök sem eru órjúfanlega tengd því) tekst Gadamer að búa til bindingu sem er nógu römm til að maður finni ekki sífellt fyrir því að bil sé á milli hans sjálfs og þess veruleika sem hann hrærist í. Innihald fordómahugtaksins og gagnrýni á það Til bráðabirgða má skilgreina fordómahugtak Gadamers svona: For- dómar eru hugmyndir sem maður getur ekki efast um.5 Hvers vegna 2 Sbr. Charles B. Guignon: „Pragmatism or Hermeneutics? Epistemology after Foundationalism," í The Interpretive Turn; Philosophy, Science, Culture, ritstj. David R. Hiley o.fl. (Ithaca og London: Cornell University Press, 1991), eink- um bls. 91-92. Túlkun mín á Rorty er undir nokkrum áhrifum frá Guignon. 3 Hans-Georg Gadamer: „Maður og tunga,“ sjá íslenska þýðingu eftir Hauk Má Helgason í þessu hefti Hugar bls. 165-173. 4 Sbr. Guignon (1991), bls. 90. 5 Þessi skilgreining er fengin að láni hjá breska mannfræðingnum E.E. Evans- 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.