Hugur - 01.06.2002, Side 159
Hvað er sannfæring?
Hugur
Rorty hafnar því þeirri hugmynd að markmiðið sé að fínna hið rétta,
eða hlutlæga, tungumál, sem passar á veruleikann í þeirri merk-
ingu að það lýsi honum eins og hann raunverulega er, svona eins og
það er markmiðið með landakortum af Islandi að draga upp smækk-
aða mynd af landinu eins og það í rauninni er. í stað þess að leita að
hinu rétta máli, segir Rorty, velur maður það mál sem virkar best í
þeirri stöðu sem maður er í. Eða að maður velur sér tungumál í ljósi
samkenndar sem maður fínnur til með því fólki sem er eins og mað-
ur sjálfur, en Rorty virðist ekki telja að maður finni sína eigin hefð
með því að uppgötva að maður tilheyri þessu fólki með einhverjum
dýpri, órjúfanlegri hætti. Það er þetta sem gerir Rorty að afstæðis-
hyggjumanni. Hann telur, að maður tilheyri engri hefð í raun og
veru, óháð vali manns sjálfs. Val manns, þvert á móti, er algerlega
frjálst, í þeirri merkingu að það stjórnast ekki af neinum ytri skorð-
um.10
Hérna kemur háðið til sögunnar. Háð, samkvæmt skilningi Rortys,
er virk afstaða til tilverunnar, og kjarninn í þessari afstöðu er vitund-
in um afstæði. Því mætti kannski segja að háð sé tiltekinn skilning-
ur sem maður leggur á heiminn. Háðski menntamaðurinn hans Rort-
ys veit, að enginn kostanna sem hann hefur úr að velja er óhjákvæmi-
lega hinn rétti og hann getur því ætíð efast um þá - líka þann sem
hann er sjálfur sprottinn úr eða þann sem hann hefur valið. Þetta
væri greinilega leið til að forða manni frá því að hafa fordóma, eins og
fordómar voru skilgreindir hérna að ofan (það er, sem hugmyndir sem
maður getur ekki efast um), og það hvarflar óneitanlega stundum að
manni að það sé einmitt það sem fyrir Rorty vaki, e.t.v. sú gamla góða
hugsjón Upplýsingarinnar, að losa mann úr viðjum fordóma. En er
þessi leið fær? Er hlutskipti hins háðska menntamanns eftirsóknar-
vert, eða er það kannski frekar sjálfhelda sem leið Rortys hefur -
þvert á það sem hann ætlaði sér - endað í?
Rorty hefur gert að sínum orð Josephs Schumpeters, sem hann hef-
ur eftir Isaiah Berlin: „Að gera sér grein fyrir afstæði sannfæringar
sinnar, en hvika samt ekki frá henni, er það sem greinir hinn siðaða
mann frá villimanninum.“n En hér vaknar óhjákvæmilega sú spurn-
ing hvort það sé yfirleitt mögulegt að hvika ekki frá sannfæringu
sinni ef maður er í raun ekki bundnari af henni en svo, að maður hefði
allteins getað valið sér einhverja aðra?12 Það má efast um að háðfugl
10 Sbr. Guignon (1991), bls. 92.
11 Rorty (1989), bls. 46.
12 Þar að auki mætti benda á aðra skilgreiningu á því hvað það sé sem greini
157