Hugur - 01.06.2002, Síða 163
Hvað er sannfæring?
Hugur
komast, tungumálinu sem maður talar og hugmyndir manns stjórn-
ast af tungumálinu, fremur en af einhverri fyrirfram mótaðri aðferð.
En að segja að maður „búi í tungumálinu“ er ekki mjög skilmerkilegt
- þótt óneitanlega sé það skáldlegt - og það verður að krefja Gadam-
er frekari skýringa. Hvað merkir þessi skáldlega fullyrðing? Hún vís-
ar til þess hvernig tengslum manns og tungu er háttað og í víðtæk-
asta skilningi þýðir hún að greinarmunurinn á milli þess sem talar
málið og málsins sjálfs verður ekki svo auðveldlega dreginn. Það
þýðir svo aftur á móti, að maður getur ekki litið á tungumálið sem
verkfæri, eða tæki, sem maður getur lagt frá sér og tekið annað
(tungumál) í staðinn. „Því að tungumálið er ekki aðeins hlutur sem
við höfum í höndunum, það er heíðarnáma og sá miðill sem við lifum
í og skynjum heiminn í gegnum,“18 segir Gadamer. Þessi hugmynd, að
tungumálið sé ekki bara verkfæri, er vel þekkt. Meginrök Gadamers
fjTÍr henni eru þau, að þegar maður talar sé maður ekki fyllilega með-
vitaður um hvað maður er að gera. Þetta er sjálfgleymi tungunnar.
Gadamer bendir líka á, að maður geti ekki staðið utan við tungumál-
ið, með sama hætti og hann stendur utan við verkfæri sem maður not-
ar. Þess vegna sé ekki hægt að segja að maður sé að „nota“ tungumál-
ið, í strangasta skilningi hugtaksins „nota“. „Það liggur nefnilega í
eðli verkfærisins að við ráðum notkun þess — við tökum okkur það í
hönd og leggjum það aftur frá okkur þegar það hefur gagnast okk-
ur.“19
En hér mætti ef til vill gagnrýna Gadamer fyrir að hafa ekki athug-
að nógu vel hvers konar verkfæri tungumálið geti verið, og að það sé
villandi að líkja tungumálinu við hamar. Til séu verkfæri sem séu
annars eðlis en hamar. Þannig mætti halda því fram, að tungumálið
sé kerfisbundið safn hugtaka sem maður notar í félagi við annað fólk
til að skilja heiminn sem við lifum í. Þessu viðhorfi til stuðnings
mætti benda á, að þegar ég segi „tölva“ vita allir sem skilja íslensku
hvað ég á við. Þetta hugtak vísar til tiltekins hlutar. Samvæmt þessu
viðhorfi til málsins er ljós greinarmunur á heiminum sem við lifum í,
tungumálinu sem við notum og okkur sjálfum, og hugtök og orð eru
merki sem við setjum á hlutina okkur til hægðarauka. Er svarið við
þessari spurningu, hvað tungumál sé, nokkuð flóknari en þetta?
þýðing endurskoðuð af Joel Weinsheimer og Donald G. Marshall. (New York:
The Continuum Publishing Company, 1994), bls. 275.
18 Hans-Georg Gadamer: Philosophical Hermeneutics, ensk þýðing eftir David
E. Linge. (Berkeley: University of California Press, 1976), bls. 29.
19 Gadamer (2002), bls. 168.
161