Hugur - 01.06.2002, Side 167
Hugur, 14. ár, 2002
s. 165-173
Hans Georg Gadamer
Maður og tunga
Aristóteles á heiðurinn af þeirri sígildu skilgreiningn á eðli mannsins,
að maðurinn sé lííveran sem hafí logos. Innan vestrænnar hefðar fest-
ist þessi skilgreining í sessi í þeirri mynd að maðurinn væri animal
rationale, hin skynsama lííVera, það er að hann greindist frá öðrum
dýrum með hæfni sinni til að hugsa. Menn lögðu sem sagt þann skiln-
ing í gríska orðið logos að það þýddi skynsemi ellegar hugsun. í raun
og sanni þýðir orðið fyrst og fremst tungumál. Aristóteles útlistar á
einum stað [Stjórnmálin (Pol.) A 2, 1253a9 og áfram] muninn milli
manna og dýra á eftirfarandi hátt: dýrin eiga þess kost að gera sig
hvert öðru skiljanleg með því að sýna hvert öðru hvað espar upp löng-
un þeirra, svo að þau sækjast eftir því, og hvað meiðir þau, svo að þau
forðast það. Náttúran gekk ekki lengra með dýrin. Mönnunum einum
sé þar í ofan gefið logos, að gera hver öðrum kunnugt hvað er nytsam-
legt og hvað skaðlegt og þar með hvað er rétt og hvað rangt. Spakleg
kennisetning. Það sem er nytsamlegt og skaðlegt er ekki eftirsóknar-
vert í sjálfu sér, heldur vegna einhvers annars, einhvers sem enn er
alls ekki gefíð en verður auðar sótt fyrir tilstilli hins. Hér eru sem
sagt yfirburðir yfir hið ævarandi hér og nú, skynbragð á hið ókomna,
gerðir að kennimarki mannsins. Og í sömu svifum bætir Aristóteles
við að þar með komi til sögunnar skynbragð á rétt og rangt - allt
vegna þess að maðurinn hefur logosið. Að hann getur hugsað og hann
getur talað. Þetta síðarnefnda þýðir að með því sem hann segir getur
hann gert grein fyrir því sem ekki er hér og nú, svo að annar geti líka
séð það fyrir sér. Þannig getur hann deilt með öðrum öllu sem hann
hefur fyrir satt. Og það sem meira er, það er einmitt vegna þess að
svona getur hann deilt með sér, sem menn - og mennirnir einir - geta
verið sömu meiningar, átt sameiginleg hugtök og einkum þau sameig-
inlegu hugtök sem gera samlífi manna án morða og manndrápa
165