Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 168
Hugur
Hans-Georg Gadamer
mögulegt, í mynd samfélagslegs lífs, pólitískrar reglu, efnahagslífs
sem hlutað er niður með verkaskiptingu. Allt þetta liggur í hinni fá-
brotnu staðhæfingu að maðurinn er lífveran sem hefur tungumál.
Ætla mætti að frá öndverðu hefði þessi auðskilda og sannfærandi
uppgötvun veitt tungumálinu forréttindasess í hugsun um eðli
mannsins. Hvað er meira sannfærandi en það að tungumál dýranna,
vilji maður nefna leiðir þeirra til að gera sig skiljanleg svo, er gjörólíkt
mannlegu tungumáli, þar sem stofnað er til skilnings á hlutlægum
heimi og honum miðlað? - Og það er gert með merkjum sem eru ekki
rígbundin eins og tjámerki dýranna, heldur breytileg, ekki aðeins í
þeim skilningi að til eru margvísleg tungumál, heldur og, það sem
meira er, í þeim skilningi að í einu tungumáli geta sömu yrðingar
merkt tvennt ólíkt og ólíkar yrðingar merkt hið sama.
Samt sem áður hefur eðli tungumálsins hreint ekki verið gert að
miðpunkti í heimspekilegri hugsun Vesturlanda. Víst er það segjandi,
að strax eftir sköpunarsögu Gamla testamentisins skuli Guð hafa
veitt fyrsta manninum yfirráð yfir veröldinni, með því að leyfa hon-
um að nefna alla hluti eftir geðþótta sínum. Sagan af Babelsturnin-
um vitnar líka um grundvallarþýðingu tungumálsins fyrir líf manns-
ins. Samt sem áður var það einmitt trúarhefð hinna kristnu Vestur-
landa sem á vissan hátt lamaði hugsun um tungumál, þannig að ekki
varð spurt um uppruna tungunnar á ný fyrr en á tímum upplýsingar-
innar. Það varð risavaxið framfaraskref að spurningunni um uppruna
tungumálsins skyldi ekki lengur svarað með sköpunarsögunni held-
ur skyldu svör sótt í náttúru mannsins. Þá varð nefnilega ekki hjá því
komist að ganga skrefinu lengra: náttúrleiki tungumálsins útilokar
yfir höfuð að spurt verði eftir mállausu forástandi mannanna, og þar
með að spurt verði eftir uppruna tungumálsins. Herder og Wilhelm
von Humboldt skildu að hin upprunalega mennska málsins felst í
hinni upprunalegu mælsku mannsins og gerðu ljósa grundvall-
arþýðingu þessa skilnings fyrir heimssýn manna. Fjölbreytileiki mál-
gerða var rannsóknarsvið fyrrum menningarmálaráðherrans sem þá
hafði dregið sig í hlé frá opinberu lífi, Wilhelms von Humboldt, vitr-
ingsins frá Tegel, sem með ævistarfi sínu varð upphafsmaður nú-
tímamálvísinda.
Er Humboldt lagði grunn að tungumálaheimspeki og málvísindum
reis þó ekki hinn aristótelíski skilningur á ný. Með því að gera tungu-
mál þjóðanna að viðfangsefni rannsókna sinna leitaði Humboldt
þekkingar sem gat varpað ljósi á hvorttveggja margbreytileik þjóða
og tíma og hið sameiginlega manneðli þeim að baki, með nýjum og
166