Hugur - 01.06.2002, Side 171

Hugur - 01.06.2002, Side 171
Maður og tunga Hugur - Alveg áreiðanlega ekki þannig að eitt fari hjá, á fætur öðru, uns skyndilega, er tiltekinn stakur hlutur birtist aftur og borin eru kennsl á hann sem hinn sama, að þekkingunni á hinu almenna er náð. Það er ekki svo að þessi staki hlutur, sem slíkur, beri af öllum öðrum í krafti einhvers leyndardómsfulls máttar til að draga hið almenna fram í dagsljósið. Þvert á móti er hann eins og allir aðrir stakir hlut- ir. Og þó er það vissulega satt að einhvern tíma er þekkingin á hinu almenna til komin. Hvar hófst hún? Aristóteles dregur upp afbragðs mynd af þessu: Hvernig staðnæmist her sem er á flótta? Hvar hefst það, að herinn stendur aftur í stað? Vissulega ekki með því að sá fyrsti staðnæmist, eða annar eða þriðji. Maður getur þó áreiðanlega ekki sagt að herinn standi í stað þegar tiltekinn fjöldi flýjandi her- manna hefur hætt flóttanum og ekki heldur þegar sá síðasti er hætt- ur. Með honum byijar herinn nefnilega ekki að nema staðar heldur hefur hann löngu hafist handa við að standa í stað. Um hvernig það hefst, hvernig það æxlast og hvernig herinn stendur loks einhvern tíma aftur í stað, það er, hvernig herfylkið heyrir á ný undir heraga, um það gefur enginn afgerandi fyrirmæli, enginn veitir því skipulega forystu, eða hefur staðfesta vitneskju um það. Þó hefur það án alls efa átt sér stað. Nákvæmlega þannig er því háttað með þekkingu á hinu almenna og nákvæmlega þannig er því farið með innrásina í tungu- málið, því þetta er nefnilega eitt og hið sama. í öllum okkar hugsunum og allri okkar þekkingu erum við alltaf þegar vilhöll í garð framsetningar tungumálsins á heiminum. Að gróa inn í þessa mállegu túlkun er það sem við köllum að alast upp. Að þessu leyti er tungan sannarlega til marks um endanleika okkar. Hún er alltaf þegar komin fram úr okkur. Einstaklingsvitundin er ekki mælikvarði á tilvist tungumálsins. Raunar fyrirfinnst engin slík ein- stök meðvitund að tungumál hennar sé til staðar í henni. En hvernig er þá tungumálið til staðar? Áreiðanlega ekki án hinnar einstöku meðvitundar en þó áreiðanlega ekki heldur í einberri samantekt fjölda einhvers sem hvert fyrir sig er einstaklingsvitund. Enginn einstaklingur er beinlínis meðvitaður um ræðu sína þegar hann talar. Þær aðstæður heyra til undantekninga að tungumál sem maður talar í verði meðvitað. Það gerist til dæmis þegar maður ætlar að segja eitthvað og kemur orð í munn, sem manni bregður við, orð sem manni virðist framandi eða skrítið, svo maður spyr sig: „Ha? Er hægt að segja svona?“ Eitt augnablik verður þá tungan sem við tölum meðvituð, því hún gerir ekki sitt. Hvað er þá svosem hennar? Ég held að hér megi greina þrennt. 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.