Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 171
Maður og tunga
Hugur
- Alveg áreiðanlega ekki þannig að eitt fari hjá, á fætur öðru, uns
skyndilega, er tiltekinn stakur hlutur birtist aftur og borin eru kennsl
á hann sem hinn sama, að þekkingunni á hinu almenna er náð. Það
er ekki svo að þessi staki hlutur, sem slíkur, beri af öllum öðrum í
krafti einhvers leyndardómsfulls máttar til að draga hið almenna
fram í dagsljósið. Þvert á móti er hann eins og allir aðrir stakir hlut-
ir. Og þó er það vissulega satt að einhvern tíma er þekkingin á hinu
almenna til komin. Hvar hófst hún? Aristóteles dregur upp afbragðs
mynd af þessu: Hvernig staðnæmist her sem er á flótta? Hvar hefst
það, að herinn stendur aftur í stað? Vissulega ekki með því að sá
fyrsti staðnæmist, eða annar eða þriðji. Maður getur þó áreiðanlega
ekki sagt að herinn standi í stað þegar tiltekinn fjöldi flýjandi her-
manna hefur hætt flóttanum og ekki heldur þegar sá síðasti er hætt-
ur. Með honum byijar herinn nefnilega ekki að nema staðar heldur
hefur hann löngu hafist handa við að standa í stað. Um hvernig það
hefst, hvernig það æxlast og hvernig herinn stendur loks einhvern
tíma aftur í stað, það er, hvernig herfylkið heyrir á ný undir heraga,
um það gefur enginn afgerandi fyrirmæli, enginn veitir því skipulega
forystu, eða hefur staðfesta vitneskju um það. Þó hefur það án alls efa
átt sér stað. Nákvæmlega þannig er því háttað með þekkingu á hinu
almenna og nákvæmlega þannig er því farið með innrásina í tungu-
málið, því þetta er nefnilega eitt og hið sama.
í öllum okkar hugsunum og allri okkar þekkingu erum við alltaf
þegar vilhöll í garð framsetningar tungumálsins á heiminum. Að gróa
inn í þessa mállegu túlkun er það sem við köllum að alast upp. Að
þessu leyti er tungan sannarlega til marks um endanleika okkar. Hún
er alltaf þegar komin fram úr okkur. Einstaklingsvitundin er ekki
mælikvarði á tilvist tungumálsins. Raunar fyrirfinnst engin slík ein-
stök meðvitund að tungumál hennar sé til staðar í henni. En hvernig
er þá tungumálið til staðar? Áreiðanlega ekki án hinnar einstöku
meðvitundar en þó áreiðanlega ekki heldur í einberri samantekt
fjölda einhvers sem hvert fyrir sig er einstaklingsvitund.
Enginn einstaklingur er beinlínis meðvitaður um ræðu sína þegar
hann talar. Þær aðstæður heyra til undantekninga að tungumál sem
maður talar í verði meðvitað. Það gerist til dæmis þegar maður ætlar
að segja eitthvað og kemur orð í munn, sem manni bregður við, orð
sem manni virðist framandi eða skrítið, svo maður spyr sig: „Ha? Er
hægt að segja svona?“ Eitt augnablik verður þá tungan sem við tölum
meðvituð, því hún gerir ekki sitt. Hvað er þá svosem hennar? Ég held
að hér megi greina þrennt.
169