Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 8
Hlín
6
Sambandið greiði l/3 af kaupi kennarans, þó aldrei á
liærri laun en kr. 500.00 á viku. Annan kostnað við náms-
skeiðin greiðir K. í. ekki.
Viðvíkjandi styrkjum til garðyrkju-námsskeiða telur
þingið ekki rjett, að K. í. veiti þá, en leggur til, að fje-
lögin sæki um þá styrki til búnaðarsambandanna.
8. Landsþing K. í. telur nauðsynlegt að haldið verði
áfram flutningi fræðsluerinda í útvarp, 1—2 í viku, 10
mínútur í senn. Fjalli þau um fæðutegundir og annað,
sem húshaldi viðkemur og tímabært er í hvert sinn. —
Nauðsynlegt er, að erindin verði sem fjölbreyttust að
efni, til vakningar og uppörvunar húsmæðrum í störfum
þeirra, samfara fræðslu um lielstu nýjungar í matargerð.
— Mikilsvert er að skipuleggja erindaflutning þennan,
þannig, að nógu margar liæfar konur fáist til að tala á
stálþráð, á þeim tímum, sem þeim lrentar, og með fyrir-
vara, til þess að erindi yrðu ávalt fyrirliggjandi.
8. Landsþing K. í. lýsir ánægju sinni yfir samstarfi
K. í. og Búnaðarfjelags Islands um bændaviku fjelagsins
í Ríkisútvarpinu. Þingið óskar þess, að samstarf um þessa
viku verði aukið á þann liátt, að fleiri konur en verið
hefir komi þar fram.
8. Landsþing K. I. lítur svo á, að eigi starfsemi K. í.
að ná tilgangi sínurn, verði Sambandið að eiga málgagn,
sem ræði áhuga- og vandamál heimila, þar sem húsmæðr-
um og öðrum íslenskum konum gefst kostur á að koma
skoðunum sínum á framfæri. — En telur hinsvegar Sam-
bandinu betur henta að vera eitt um tímarit. Sjer því
ekki fært að verða við tilmælum Kvenrjettindafjelags í§-
lands um sameiginlega blaðaútgáfu.
8. Landsþing K. í. skorar á kennara og skólaráð að
beita sjer fyrir, að sem ýtarlegust fræðsla í heilsuvernd
og öðru því, er heilsugæslu hvers einstaklings snertir,
fari fram í skólum landsins.
8. Landsþing K. í. skorar á öll ungmennafjelög og