Hlín - 01.01.1949, Side 62
60
Hlín
veitt úr honum árlega. Alls hefur verið veitt úr sjóði
þessum 1924.00 krónur. — Þegar safnað var í sjóð til
spítalabyggingar hjer á staðnum árið 1903, gaf fjelagið
200.00 kr. Árið 1905 voru gefnar 50 kr. til gróðrarstöðv-
ar, sem fyrirhugað var að koma upp hjer.
1908, þegar verið var að safna fje til barnaskólabygg-
ingar hjer, gaf fjelagið 230 kr., sem var ágóði af tombólu,
sem lialdin var þeirri stofnun til tekna. — Eftir að kvenna-
skólinn á Blönduósi brann 1911, gaf fjelagið töluverða
fjárupphæð til styrktar námsmeyjum hans, sem orðið
höfðu fyrir tilfinnanlegu tjóni. — Þegar safnað var fje til
stofnunar Heilsuhælisins á Vífilsstöðum, var tekin nokk-
ur fjárupphæð úr sjóði fjelagsins og gefin þangað. —
Þegar Eimskipafjelag íslands var stofnað, keypti fjelagið
þar hlutabrjef.
Árið 1918, ltinn 12. mars, var stofnaður Minningar-
sjóður frú Önnu Claessen. Sú mæta heiðurskona hafði
verið meðlimur fjelagsins altaf á meðan hún dvaldi hjer,
og var ein af stofnendum þess. Hún var lengi formaður
fjelagsins og vann því hið mesta gagn á allan hátt. Þessi
sjóður var stofnaður með fje, sem tekið var úr fjelags-
sjóði, og fjársöfnun innan og utan fjelags. Claessen var
beðinn að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn, sem hann
og gerði, og gaf hann og börn hans 800.00 kr. í sjóðinn.
Rentunum af sjóði þessum skal varið til styrktar sjúkl-
ingum hjer, sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi ,og að dómi
stjórnar sjóðsins eru þurfandi fyrir hjálp. — í sjóð þenna
hefur íjelagið lagt fje eftir bestu getu, eins og Ekkna-
sjóðinn, því þeir eru báðir óskabörn þess. Úr sjóðnum
var veittur styrkur í fyrsta sinn árið 1921 og síðan ár-
lega. — Það, sem veitt befur verið alls, eru 3055.00 krón-
ur, og hafa 74 sjúklingar notið þess.
Árið 1919 gekst fjelagið fyrir að stofnað yrði heimilis-
iðnaðarfjelag hjer á staðnum.
1922, þegar Sauðárkrókur var 50 ára, var Kvenfjelagið