Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 156
154
Hlín
vegum Sambands austfirskra kvenna. Við voruin nú tlálítið smeykar um
að þetta mishepnaðist. þar sem svo langt var komið í októbermánuð
og ekkert kvenfjelag annað á Hjeraði tók þátt i þessum námsskeiðum. —
En það fór alt á annan veg. — Tíðin ljek við okkur, enda síðasta blið-
viðrisvikan á þessu langa og blessunarríka sumri hjer eystra. — Hús-
næði fengum við hjá einni fjelagskonunni á besta stað i sveitinni, svo
flestar konur gátu komist heim til sfn á kvöldin. — Þátttaka var góð,
sem oftast 8 fastir nemendur. Unnið var 7—8 klukkustundir á dag, bæði
sýniskensla og verkleg kensla, auk uppskrifta. — Þessutan var kennarinn
óþreytandi að fræða konurnar um eitt og annað. — Siðasta daginn bauð
námsskeiðið konum sveitarinar til kaffidrykkju, ekki komu nú samt
mjög margir, en þar var skemtileg stund og glæsileg framreiðsla. — Kon-
urnar voru ákaflega ánægðar með þessa viku. töldu hana sfna „sælu-
viku.” ,
Frá Blönduósi er skrifað vcturinn 1948:
Um miðjan mars var haldin einskonar sæluvika á Blönduósi. Þar voru
daglega haldnir fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, sjónleikir og dans.
Mest þótti varið i Heklukvikmyndina og „Mann og konu."
Mangir sóttu þessar skemtanir, einnig úr Vestursýslunni.
Kvennaskólinn hafði einnig. í sambandi við þcssar skemtanir, boð
inni fyrir alla sýslunefndarmenn úr báðum sýslum og konur þeirra. og
nokkrir voru þar fleiri boðnir. Var þar hin myndarlegasa matarveisla og
sýning á vefnaði og hannyrðum.
Ljúsmóðir á Vestfjörðum skrifar haustið 1947: — Okkur ljósmæðr-
unum hjer í norðurhreppunum var haldið veglegt samsæti hjer 29.
júní í surnar. Kristín á Dynjanda átti 25 ára starfsafmæli og jeg 50
ára. Síðastliðinn vetur, 6. febrúar, voru rjett 50 ár, sem jeg var búin
að vera ljósmóðir hjer í Jökulfjörðum, og bauð jeg þá hingað til
mín konum, sem jeg hafði setið yfir og mönnum jreirra, en ekki gátu
komið nema 18 manns vegna ótíðar og fjarlægðar. Sjera Jónmundur,
presturinn okkar, og dóttir hans, Guðrún, voru þar á meðal, og
fluttu fallegt, frumort kvæði við það tækifæri. — Konurnar gáfu
mjer vandaðan liægindastól og skrautritað ávarp innrammað, en
Kristínu ljósmóður gáfu þær 12 manna matar-, kalfi- og ávaxta-
samstæðu (stell). Þetta var alt vandað, skemtilegt og góð tilhögun
á ölltt. Það var borðað og drukkið (ekki samt áfengi) og dansað fram
á nótt og ræður lluttar við það tækifæri. — Nú á jeg 70 ára afmælj,
ef jeg lifi tii 18. okt. í haust. 70 ár er langur tími, en mjer h.efur
fundist þau Iíða afar íljótt, þessi ár, þegar jeg lít til baka, og mjer
linst jeg hafa svo lítið gert til gagns. — Jæja, það þýðir ekkert að tala
um það. — Ragnheiður Jónsdóttir, Kjós.