Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 33
Hlín
31
inni. Þessvegna munu sögur hennar einnig lialda áfram
að hita lesendum um hjartarætur og glöggva þeim sýn
út yfir mannlífið.
Ritað í Grand Forks, N. Dakota, 1947.
Þuríður Vigfúsdóttir á Staðarfelli.
,.En hver ljet í dagslitið hciðurinn sinn?
Og hver bar þar mönnunum sólskinið inn?
I’eir smámunir sjást ekki í sögum."
Þessar ljóðlínur eftir Þorstein Erlingsson lýsa betur
en öll önnur orð æfistarfi þeirrar konu, sem hjer verður
minst.
Hún lijet Þuríður Vigfúsdóttir, fædd að Þverfelli í
Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 24. nóv. árið 1827. Foreldr-
ar hennar, Guðbjörg Þórarinsdóttir og Vigfús Ormsson,
fluttust nokkru síðar að Fagradalstungu í sömu sveit og
bjuggu þar alla æfi síðan. Þar ólst Þuríður upp ásamt
mörgum systkinum. — Efnin voru lítil, en barnahópur-
inn stór. Þuríður var næstelsta barnið, og var hún því
svo fljótt sem liægt var látin gæta yngri systkina sinna.
Kom þá brátt í ljós, að hún var gædd óvenju mikilli
þolinmæði og fórnfýsi, og er hún komst nokkuð á legg,
sást einnig, að hún átti yfir miklu starfsþoli að ráða. —
Þessi orð eru höfð eftir móður hennar, og sýna þau best,
hvers virði dóttir hennar hefur verið henni: „Vel gerði
Guð að gefa rnjer þig, Þura. Ekki veit jeg, livar hefði lent
með stóra hópinn minn án þessarar góðu dóttur, sem
altaf leysir öll störf af hendi með sömu róseminni og
blíða viðmótinu."
Mamma liennar var líka svo heppin að njóta aðstoðar
sinnar góðu dóttur, á meðan börnin voru að komast upp.
Yngsta barnið fæddist, er Þuríður var 17 ára. Það var
stúlka, sem hlaut nafnið Vigdís. Sá Þuríður algerlega