Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 106
104
Hlín
nú sungið „Yfir kaldan eyðisand o. fl.eftir Kristján Fjalla-
skáld. — Fjöll lieitir vestasti bærinn í Kelduhverfi og
stendur undir háum og bröttum hlíðum Tunguheiðar.
— Nú beygir vegurinn til suðurs, og er nú ekið meðfram
fagurri hlíð, og hef jeg aldrei sjeð fjölbreyttari gróður.
Þar eru beitibuskar og víðir ,og kynstrin öll af aðalblá-
berjalyngi, sem er krökt af sætukoppum og spáir góðu
um berjavöxtinn í sumar, verða víst margir ferðalangar
því fegnir, ef þeir fara þá ekki svo hratt yfir, að þeir veiti
þessu ekki eftirtekt. En það er sá mikli kostur við okkar
fararskjóta, að nú þurfti hann að stansa allverulega, enda
lá okkur ekkert á, við vorum að skoða landið og njóta
náttúrunnar. — Nú er farið út úr bílnum og gengið upp
brekkuna, og getum við því athugað vel hinar einkenni-
legu heiðar, sem Keldhverfingar kalla, þaktar grávíði og
fjölbreyttum sauðgróðri, algerlega ólíkar austfirskum
heiðum, enda er þetta liraunið ’Sem þekur allan efri hluta
Kelduhverfis. — Nú kemur bíllinn brunandi og fara nú
allir í sæti sín. Við kveðjum Kelduhverfi og leggjum upp
á Reykjaheiði. — A miðri heiðinni sjáum við gufustrók í
suðri, sem ber við loft. Það er Uxahver í Reykjahverfi,
eða öllu heldur Ystihver, því Uxahver er hættur að gjósa.
— Fólkið er í ágætu skapi, syngur og segir „brandara“, og
á bílstjórinn góðan þátt í því. — Á Húsavík er engin
stans, nú er ferðinni heitið um Reykjahverfi til Akur-
eyrar í kvöld, og er það vegna bílsins, sem þarf skjótrar
aðgerðar við.
Það er ekki eins bjart yfir Skjálfanda og yfir Axarfirði.
Þokuband liggur yfir Tjörnesi og byrgir útsýn til liafs,
svo Flatey sjest ekki. Kinnarfjöíl björt og tignarlegt með
miklum snjóbreiðum í vestri. — Laxá rennur lygn og
tær meðfram austurhlíðum Aðaldals’ og virðist ekkert
liggja á, er einkennilegt að sjá alla bakka árinnar síl-
græna, hvergi sandur eða flag. — í Laxá eru ótal hólmar,
allir vaxnir skógi og gulvíði. — Nú er haldið í áttina að