Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 45
Hlín
4 3
og rækta. Og vel var bú-
ið að öllum, sem á
heimilinu dvöldu, bæði
mönnum o g málleys-
ingjum. Við þetta bætt-
ist, að húsbóndinn þurfti
ýmsum störfum að sinna
utan heimilis, Hann var
lengi lireppsnefndarodd-
viti,kaupfjelagsstjóri um
skeið og hreppstjóri hin
síðari ár, auk margs ann-
ars, er honum var falið.
Jók þetta mjög heimilis-
umsjá húsmóðurinnar,
en hafði einnig í för
með sjer gestagang og
fundahöld, eins og jafn-
an fylgir slíkum störfum í þágu sveitarfjelags. — Þar,
sem svo hagar til, kernur sjer vel, að húsmóðirin sje ekki
aðeins veitull gestgjafi, en eigi einnig í hógværu viðmóti
þá nákvæmni og alúð, sem hverjum einum best hentar,
því að þar koma ýmsir í misjafnlega geðfeldum erinda-
gerðum, eða svo bar að minsta kosti oft við í fátækum
sveitum sem Fnjóskadal á fyrstu áratugum þessarar
aldar.
Þrátt fyrir hljedrægni Herdísar utan heimilis, mun
hún einnig hafa verið manni sínum ómetanlegur stuðn-
ingur með tilliti til hinna opinberu starfa hans. Með
rólegri athugun eðlisgreindrar konu og næmu brjóstviti
virtist henni furðu auðvelt að taka hiklausa og ljósa af-
stöðu til hinna ýmsu viðfangsefna, er lágu utan við henn-
ar aðalstarfssvið og hugðarefni. — Gestir kyntust rausn
hennar og háttvísi í daglegu viðmóti. En þeir einir, sem
dvöldu með henni lengur, vissu, hvílík húsmóðir og
mannkostakona hún var. Afköst hennar og lagni vöktu