Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 139
Hlín
137
margvíslegar liættur búnar okkar unga lýðveldi. Reynir
þar mjög á löggjafarþing vort og ríkisstjórn, svo og alla
þá menn aðra, sem með mál vor fara útávið, um fram-
sýni og framkomu alla, að binda þjóðinni engum þeirn
böndum, og engar þær byrðar> er henni mætti minkun
að verða, eða sjálfstæði liennar stafaði hætta af. En standa
vel við allar skuldbindingar, sem gerðar eru„ og sýna í
hvívetna fullan drengskap og heiðarleik og afla svo þjóð-
inni virðingar og traust annara ríkja.
Þá er oss og mikill vandi á höndum með skyldur þær,
sem sjálfstæðið leggur oss á herðar, svo sem með utan-
ríkisþjónustu og samstarf við aðrar þjóðir að alþjóða-
málefnum. Verðum við þar að kunna að sníða okkur
stakk eftir vexti, en forðast þó allan kotungsbrag, og
skorast ekki undan að taka á okkur sameiginlegar byrð-
ar eftir getu og sanngirni. Sama má og segja um þátt-
töku okkar í íþróttakepni hverskonar og annari menn-
ingu, svo sem skák, söng o. fl. Það er veigimikill liður
í sjálfstæðismálum okkar, að sú þátttaka megi verða okk-
ur til sóma, en þar þurfum við líka að kunna að gæta
hófs og forðast alt yfirlæti.
En þó mikill vandi hvíli á stjórnmálamönnum og
öðrum þeim. sem í fylkingarbrjósti standa um samskifti
vor við aðrar þjóðir, og það sje mikils vert hversu þar til
tekst, hvort heldur urn stjórnmál, menningar- eða fjár-
hagsmál er að ræða, þá er þó fleirum lagður vandi á herð-
ar. Allir þegnar þjóðfjelagsins verða að finna til þeirrar
ábyrgðar, sem á þeim hvílir. Hver einstaklingur verður
að skilja og vera sjer þess meðvitandi, að það veltur á
Iwnurn, hvort við verðum frjáls þjóð í framtíðinni eða
ekki. — Við megum ekki ganga þess dulin, að það hlýtur
að verða geysileg orkuraun fyrir jafn fámenna þjóð í
stóru, erfiðu og lítt numdu landi að ætla sér að hafa í
fullu trje við aðrar þjóðir um menningu alla og framfar-
ir, sem tilheyra nútíma þjóðfjelagi, og halda sínum hlut
í því allsherjar kapphlaupi, sem nú fer fram í samskiftum