Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 24
Hlín
22
og voru gestrisin svo a£ bar. — Og svo umhyggjan fyrir
börnunum, frá vöggubarninu til ærslafullra drengja og
stúlkna, sem altaf íjölguðu.
Jeg minnist þess oft nú, þegar alt er búið, hversu mikil
vinna móður minnar var. Oft sat liún og saumaði, þegar
aðrir fóru að hátta. Þá var hún að sauma á börnin sín,
bæði stór og smá. — Alla hagsýni þurfti að hafa og alla
lagni. — En þó seint væri háttað, var hún oftast fyrst á
fætur, og fyrstu verkin voru að hugsa um matinn handa
börnunum og föt til að klæða þau í, aldrei rnátti sleppa
þeirri hugsun, að hlúa að börnunum, sem upp voru að
vaxa. — Þó virtist þetta aðeins vera lítil, veikbygð kona,
sem var þarna á ferð, en afköstin bera vott um óbilandi
þrek og fórnarlund íslenskrar móður, sem finnur' lífs-
hamingju sína í störfum heimilis síns og uppeldi og
þroska barna sinna.
Hvaðan fengu foreldrar mínir, og þá sjerstaklega móð-
ir mín, þrek til að ljúka svo miklu æfistarfi?
Tvær voru lífslindir hennar:
Trú hennar á æðri mátt var mikil og hrein. Sem lítið
dæmi um trúrækni hennar og siðvenjur hjelt hún þeim
sið alla æfi, er liún lærði í æsku, að ganga ein út, þegar
hún kom á fætur, signa sig og gera bæn sína mót austri.
Mót rísandi sól og degi. Þá fól hún sig þeim Guði, sem
sólina hefur skapað, og nýjurn degi til starfa í trú á mátt
lífsins. Mjer var sem jeg stæði á hleri í helgidómi drott-
ins, þegar jeg sá ntóður mína gera þetta, víst var þar helgi-
dómur drottins. Hann er allsstaðar þar, sem bæn eða lof-
gerð er flutt af hjarta. — Svo kom dagurinn, fullur af
starfi. Þegar kvöld var komið, var tími til bænastundar
með börnunum. Þá fól hún sig og börnin í hljóðleik
næturinnar.
Annað var ást hennar og elska á eiginmanni og börn-
um. Aldrei man jeg eftir að jeg heyrði til hennar æðru-
orð. Ærsl barnanna, veikindi, fátækt og þrotlaus vinna
röskuðu ekki ljúflyndi liennar og blíðlyndi. Alt var hægt