Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 102
100
Hlín
stundum a£ okkar dýrmæta degi. Sáum nú fyrir, að sam-
koman í Ásbyrgi var okkur töpuð. Þar kom fyrsta skekkj-
an. — Klukkan 12 rann bíllinn útyfir Gilsá, sem skilur
Velli og Skriðdal. — Fólkið var í sólskinsskapi, og var nú
ekki um annað að gera en gleyma misfellum morguns-
ins. — Aðeins var stansað andartak í Egilsstaðaþorpi, síð-
an keyrt yfir Lagarfljót inn í Norðurmúlasýslu. — Bíllinn
þaut eins og örskot yfir Fellin, við vitum varla fyr en
við erum á Heiðarenda. Þar verður að staldra við til að
sjá yfir blessað hjeraðið, hinn mikla dal með öllum sínum
margbreytileik. — Dyrfjöll og burstir Austfjarðafjalla
glóðu í miðdegissólinni, en þokband lá yfir Jökulsárhlíð.
— Nú er haldið upp Jökuldal, sem baðar sig í sólskini,
og var hann því í okkar augum þennan dag mjög aðlað-
andi með alla sína fallegu smáfossa. Þarna steypist Jökla
áfram í sínu þrönga gljúfri, kafþykk og kolmórauð, og
vægir engu sem í henni lendir. — Fallegt er í Hjarðar-
liaga og í Hofteigi. Þar eru hlíðar brattar og undirlendi
mikið.
Á Skjöldólfsstöðum voru teknar upp föggur, því bíl-
stjórinn liafði ekkert borðað um morguninn, og sjálfar
höfðum við þörf fyrir hressingu. — Dúkur var lagður á
græna grund, og allar hugsanlegar kræsingar á hann
bornar ,svo að sýnt var, að ekki hafði verið anað hugs-
unarlaust í þessa ferð hvað allan útbúnað snerti. — Að
máltíðinni lokinni, fór ein konan inn í bæ með kaffi-
könnuna, að fá í hana vatn, kom svo út með brennandi
heitan sopa, það þótti öllum gott. — Síðan var lialdið af
stað upp til Jökuldalsheiðar, og kom brátt í ljós, að
brekkurnar og hin þungi farmur reyndust bílnum erf-
iður, hann varð þrostlátari við hverja brekku og að lok-
um stansaði liann alveg'. Kom sjer þá vel kaffikannan. í
hana var sótt vatn til að kæla bílinn. Þannig var silað yfir
alla heiðina. — Gaman var að virða fyrir sjer liið undur-
fagra útsýni. Allar tjarnir stóðu í loga síðdegissólarinnar.