Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 124
122
Hlín
,,Svo frjáls vertu móðir, sem vindur á vog,“ segir Stein-
grímur og Benedikt Gröndal: ,Alföður birtan blíð blessi
um alla tíð fjöll þín og forsælu dali.“
En Jónas sjer fram í aldir: „Fagur er dalur og fyllist
skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna .skáldið deyr og
margir í moldu með honum búa, en þessu trúið.“
Og Hannes er jafnviss: „Sje jeg í anda knör og vagna
knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða."
Og aftur: „Sú kemur tíð,“ það er enginn efi eða get-
gátur, og jeg er þess fullviss, að þar sem víða annarsstaðar
er það svo, að „Guð er sá, sem talar skáldsins raust.“
Jeg get ekki stilt mig um að lxafa að endingu yfir eitt
af hinum skemtilegu ferðakvæðum Hannesar, sem jeg hef
lengi kunnað og unnað eins og fleiri ljóðum hans. — Það
heitir „Morgun“:
„Blær kastar blundi á blikandi tindi,
hleypur niður hjallana og hlíðar í skyndi,
sólinni heilsar með útbreiddum örrnurn ,
andar af hjarta svo glatt og svo ljett,
samlagast blómilm og sólgeislum vörmum,
syngur í laufkvikum björkum, og hlær viður hamraberg
grett.
Meyju hann mætir, sem mjaltafjár leitar,
fleygir á henni fljettunum og fer um kinnar heitar. —
Þýtur til bæja og guðar á glugga,
glaðlega þyrlar frá strompunum reyk.
Varið þið ykkur mökkur og muggal
Morguninn biður að heilsa og bað ykkur komast á kreik.
Húsbóndi góður! Heilsaðu blænum,
hann er kominn að heilsa þjer og hverri sál á bænum,
lífskraft og heilsu og fjör, vill hann færa,
íúaloft alt vill hann hrekja á braut,
starfskraft þinn vekja og hjarta þitt hræra,
og hvísla við þig eins og stráin um gróandi leiti og laut.“
Austfirsk kona.