Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 51
Hlín
49
dóttur, sem gift var Jóni
Eiríkssyni í Bjóluhjá-
ieigu í Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu. Þar bjuggu
þau nær hálfa öld. —
Heimili þeirra hjóna var
vel þekt um alt Suður-
land. Þar bar oft gesti að
garði, og allir fengu þar
góðan beina og aðhlynn-
ingu, eftir því sem efni
og þeirrar tíðar aðstæð-
ur leyfðu.
Guðrún var mikilhæf
kona, kröfuhörð við
sjálfa sig og aðra. Sönn
móðir, góð húsmóðir og Guðrún FiliP1JUSclóttir'
hjúasæl var hún. Sama
vinnufólkið var oft mörg ár hjá þeim hjónum, sumt ára-
tugi. — Hún vildi, að hver hlutur væri á sínum stað,
sagði að það sparaði tíma, og að verkin væru vel af hendi
leyst, fjekst minna um, þótt það tæki nokkurn tíma.
I þann tíma voru ekki neinar tóvinnuvjelar, lítið flutt
til landsins af fataefnum og lítill gjaldmiðill, varð því að
vinna allan fatnað Iieima. Það var mikið verk og vanda-
samt, t. d. þegar verið var að „hæra“ ullina (taka næsturn
hvert toghár úr þelinu) í spariföt og spinna úr tvöfaldan
þráð, sem var oft ótrúlega smár, vefa, þæfa, pressa og að
síðustu sníða og sauma úr því falleg föt. — Jeg býst við,
að sumt nútíðar fólk hugsi að þetta hafi verið „pokaleg"
föt, en þar skjátlast því. Þessi föt, sem gerð voru af fylstu
vandvirkni og kunnáttu, voru mjög lagleg, oft falleg,
traust, hlý og þjóðleg (t. d. vormelsdúks-fötin).
Guðrún var í fremstu röð kvenna í þessari iðngrein.
Minnist jeg enn, er jeg sá hana þeyta spunarokkinn
og teygja þelullarkembuna eins og faðmurinn leyfði og
4