Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 137
Hlín 135
geyma í nýmjólkina: búr, kjallari eða kofi áfastur við
bæinn þar sem sól skéin lítið inn.
Upp úr aldamótum fóru svo skilvindurnar að ryðja
sjer til rúms. Var það mikill og óútreiknanlegur ljettir
við alla umhirðu mjólkur. — Trjeílátunum fækkaði stór-
kostlega, og þarmeð var afljett öllu því erfiði, er því
fylgdi að hirða þau. En samt var lialdið áfram að sjóða
þau trjeílát sem notuð voru. — Fráfærur lögðust ekki
alment niður hjer í sveit fyr en eftir árið 1914,
þá fækkaði óðum þeim bændum, sem færðu frá, þó ýms
heimili lijeldu þeim sið rnikið lengur.
Strangt held jeg, að unga fólkinu nú á dögum þætti
aðhald það- sem fráfærurnar sköpuðu, þó ekki sje minst
á annað en mjaltirnar, sem ætíð byrjuðu stundvíslega
kl. 8 kvölds og morgna, jafnt virka daga og helga. — Þá
var heldur ekki tíska að hal'a samkomur um hverja lielgi
yfir sláttinn. Samt var nú stofnað ungmennafjelag hjer
í sveit á þessum tíma, starfaði það með miklu fjöri og
áliuga. Fundir voru vel sóttir og fjelagsmenn ræddu á-
hugamál sín og skemtu sjer við söng og ýmsa útileiki.
Þegar kvöldaði að, fóru allir glaðir heim, því skyldu-
störfin ófrávíkjanlegu biðu heima.
Læt jeg nú þessum æskuhugleiðingum lokið, þó margt
fleira mætti segja, sem gaman væri að rifja upp.
Mjer fanst gaman að segja frá, hvemig tilhögun var með frá-
færur hjer í sveit, því þó svipað væri um alt land, eru þó dálítið
frábrugðnir siðir í hverjum landsfjórðungi, eins og sjá má á ýnts-
um endurminningum, sem birst hafa í blöðum og tímaritum. Jeg
man ekki, að jeg hafi sjeð skrifað um þetta efni hjeðan af Austur-
landi.
Ritað í júnímánuði 1948.
Þorbjörg R. Pálsdóttir.