Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Side 15

Morgunn - 01.06.1937, Side 15
MORGUNN 9 og ákveðnasta kristindóm. Síra Haraldur færði honum bókina að gjöf, og sætti aldrei ámælum frá hans hálfu í þessu lífi. En eg geri ráð fyrir að danski presturinn hafi aldrei lesið bókina, því að vissara þótti honum, sem dönsk- um rétttrúnaðar presti, að sletta til síra Haralds eftir andlát hans með mjög svo villandi og ósönnum ummælum. Eg ætla ekki að fjölyrða um prédikanir síra Haralds Níelssonar hér. Það yrði alt of langt mál, ef ætti að fara að gera þeim nákvæm skil, svo þrungnar sem þær eru af margbreytilegum hugsunum. Allir, sem hlustuðu á hann að staðaldri í kirkjunni eða hafa lesið prédikanir hans, vita, hvernig hann útlistaði hinar margvíslegu hliðar krist- innar kenningar, en einkum þær, sem valda örðugleikum í efagjörnum sálum. Hann gerði það af hinni djúpsettustu ást og lotningu fyrir guðdóminum, af frábærum lærdómi og víðsýni, af hinum skarpasta skilningi á sálum mann- anna og erfiðustu viðfangsefnum mannsandans á trúar- sviðinu, af þeim sannfæringarhita, sem alt yljaði, og af óþrotlegri mælsku. Þetta sambland af frábærum eiginleik- um og hæfileikum held eg, að sé alveg einstætt í íslenzkri prédikunarlist. Það þröngvaði sér inn í huga tilheyrend- anna, og endurminningin um það getur aldrei þaðan horf- ið. Þetta er maðurinn, sem prófessor Hallesby segir Norð- mönnum, að hafi komið íslenzkri kristni á heljarþrömina. Þegar síra Haraldur Níelsson féll frá, var þjóðarsorg um alt landið. Um það get eg borið sem ritstjóri „Morg- uns“, því að harmakveinin út af hinum mikla missi bárust hvaðanæfa þessu riti, sem síra Haraldur hafði gert svo mikið fyrir og lagt svo mikla rækt við. Menn fundu svo sárt til þess, að þeir höfðu mist sinn ástfólgnasta foringja og leiðsögumann, og að nú var einu mikilmenninu, einum snillingnum og einum guðsmanninum færra á þessu fá- menna landi. Eg minnist nú sérstaklega tveggja minning- arljóða, sem ort voru eftir hann. Þau eru dæmi þess, hvern- ig boðskapur síra Haralds Níelssonar verkaði á gáfaða, andlega sinnaða menn með þjóð vorri, og þau eru áreið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.