Morgunn - 01.06.1937, Side 66
60
MORGUNN
lega, og fyrir það eru þeir sameinaðir í bræðralags-
böndum.
Eg fékk að vita það, að þeir hafa enn mikinn áhuga
á því, sem gerist á jörðinni, einkum á uppgötvunum,
uppfundningum og mannfélags-hreyfingum, sem valda
framförum menningarinnar. Eg hefi stundum hlustað á
flokk, sem var að ræða ef til vill síðustu framfarir í hag-
nýting rafmagns við iðnaðinn og þær dásemdir, sem enn
muni komast í framkvæmd með því; eða um flugvélar
og það, sem enn er ógert til þess að gera flugið örugt og
til þess að það verði viðskiftunum að fullum notum.
Innanum slíkt samtal brauzt stundum fram þessi
dýrlega tónlist, sem altaf öðru hverju kveður við í aldin-
garði himnaríkis, og allir tóku undir sönginn, lofgerðar
og þakklætis sönginn, ekki hirðuleysislega, eins og svo
oft vill verða á trúræknisamkomum á jörðinni, heldur
með gleði og af öllu hjarta.
Einn þeirra, sem eg hafði heyrt taka þátt í ýmsum
þessum umræðum, maður, sem á jörðinni hafði verið gáf-
aður verkfræðingur og vísindamaður, sagði við mig:
kærleikur guðs er fyrir okkur hér eins og andrúmsloftið
er fyrir þá, sem lifa á jörðinni, án hans mundi tilveran
hér verða tilgangslítil fyrir okkur og okkur mundi fara
að langa til að hverfa aftur til jarðarinnar og taka af
nýju þátt í baráttu hennar og flokkadráttum. Eg hefi
enn mikinn áhuga á þeim hlutum, sem lágu mér í svo
miklu rúmi á jörðinni, en enn meiri — miklu meiri —
áhuga hefi eg nú, þó að svo væri ekki þá, á öllu því, sem
hjálpar til að lyfta mannkyninu upp andlega. Því að
miklu meira er undir því komið en því, sem nefnt er
efnislegar framfarir“.
Oft kom eg þangað. Og í eitt skiftið var eg á gangi
með verndarengli mínum fram með fögrum læk og gaf
mig þakklátlega á vald þeim friðaranda, þeirri hvíld, og
þeirri tilbeiðslu, sem ríkti þar. Þá sáum við flokk af engl-
um færast nær okkur. Þeir höfðu skipað sér í fylkingu,