Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Page 75

Morgunn - 01.06.1937, Page 75
MORGUNN 69 Á þeim bæ, sem eg- ólst upp á, var mikill trjáreki, einnig- rak oft ýmislegt smádót, svo sem box, flöskur o. s. frv., sem okkur kröklcunum þótti heldur en ekki fengur að fá, enda áttum við þann reka sjálf. Eitt sinn rak svo dálítið einkennilegan hlut. Það var tréskaft með þremur álmum úr beini út úr öðrum endanum; þrjú hök voru á hverri álmu, og vísuðu þær allar á ská út frá skaftinu. Þetta var ekki ólíkt því, að það gæti verið fótur undan smáborði, sem annað hvort hefði verið notað undir blómsturpott, eða bara til skrauts. Ýmsum getum var að því leitt, hvað þetta gæti verið, en enginn gat ráðið þá gátu. Þangað til einn góðan veðurdag. Þá kom maður, sem að minsta kosti við krakkarnir álitum fróðastan mann í þeirri sveit. Við sýndum honum náttúrlega þenn- an einkennilega hlut. Hann horfði lengi á hann þegj- andi, þar til hann segir: „Mér dettur helzt í hug að þetta sé fótur undan borði, sem andatrúarmenn nota, þegar þeir eru að særa fram andana“. Við vildum náttúrlega vita um þetta, en það mun ekki hafa þótt umræðuefni fyrir börn að hlusta á. Þessi einkennilegi hlutur var nú raunar grænlenzkt fuglaspjót; eg komst að því síðar. Það næsta, sem eg heyrði um það mál, var það, að nafn- greindur prestur á Vesturlandi væri orðinn andatrúar. Þessu athæfi var þannig lýst, að hann og heimilisfólk hans settist í kringum borð, í kolamyrkri, og færi þar að tilbiðja illa anda; því að vitanlega voru það illir and- ar, annað gat náttúrlega ekki komið til mála; það sýndi líka bezt, að þetta varð að gjörast í myrkri. Ymislegt fleira heyrði eg í þessu sambandi, og það er óhætt að fullyrða, að ekkert, sem um það var sagt, var þannig vaxið, að það gæti vakið löngun saklausra unglinga til að kynnast því, enda var þá mér vitanlega engin bók á íslenzlcu, sem hægt væri að lesa um það mál. Nú leið tíminn þar til eg varð 22 ára gamall; af þessum árum dvaldi eg 3 ár erlendis, og kyntist þar ofur- lítið heimatrúboðsmönnum. Varð sú kynning frekar til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.