Morgunn - 01.06.1937, Qupperneq 116
11C
MORGUNN
suma vini mína, mörgum árum eftir að þeir hurfu mér
sjónum ofan í gröfina.
Þessi nótt hafði undursamleg áhrif á sál mína og
hugsanastarf. Þá opnaðist mér næmur, áður ókunnur
skilningur, á sumum þáttum lífsins, sem eg hafði engan
gaum gefið fyr, en álitið hindurvitni ein og hégóma.
Aldrei áður hafði eg reynt neitt svipað, aldrei óskað eft-
ir neinu svipuðu.
Vitanlega skil eg ekki, hvernig þetta hefir getað
gerst. En samt veit eg það nú, hvort sem aðrir trúa því
eða ekki, að það er til dásamleg tilvera fyrir utan það,
sem nefnt er jarðneskt líf, og að eg hef verið þar og
séð eitthvað af dýrð hennar. Og áhrif þess hafa náð að
þyrla á burt bölsýni minni og efnishyggjuskoðunum
og hafa breytt mér úr svartsýnum heimshatara í örugg-
an bjartsýnismann með glampandi eilifðarvissuna fram-
undan.
Þetta er þá frásaga hins ameríska rithöfundar.
Orðalag er ekki þrætt nákvæmlega í þýðingunni, en
aftur á móti ekki vikið frá efni hennar að eg ætla.
Vitanlega eru engin tök á því að kanna sannana-
gildi þess, sem hann skýrir frá. Þess vegna fellur frá-
sagan ekki inn í þá umgerð, sem veitir um það nær alveg
fult öryggi að hér hafi fengist samband við dáið fólk. Ei
að síður finst mér atburðurinnn svo einkennilegur og
merkilegur, að mér datt í hug að segja frá honum í
nokkrum orðum.
P’lestum þeim mönnum, sem hafa einlægan áhuga á
því málefni, sem S. R. F. 1. lætur sig svo miklu varða,
má skifta í tvo meginhópa. Annarsvegar eru þeir, er
fyrir lengri eða skemmri kynni hafa öðlast sannfæringu
um virkileik framhaldslífsins, sannfæringu, sem er reist
á þekkingu um málið. Sannanir þess hafa sópað á burtu
öllum efasemdum um tilveru lífsins eftir dauðann.
Aðrir menn eru í leit eftir þessum sönnunum. Þeir