Morgunn - 01.06.1937, Síða 126
120
MORGUNN
og
Hallesby.
eða reyndist ófáanlegur til að ræða nokkurt málefni
viðvíkjandi sinni eigin fræðigrein, eins og að nokkur
prestur í'eyndist ófáanlegur til að sýna nokkurn áhuga
á þessu mikla og áríðandi máli. Það væri beinlínis part-
ur af þeirra eigin lífi; það snerti þeirra innilegustu og
djúpsettustu áhugamál.
Kirkjuritið hefir í ritstjórnargreinum
Kirkjuritið eftir prófessor Ásmund Guðmundsson,
skýrt frá vitnisburði Hallesbys prófess-
ors um kristni íslands og árás hans á
minningu síra Haralds Níelssonar, og við þá frásögn eru
tengd eftirfarandi ummæli:
„Engum þeim, sem kynst hafa próf.
Ummælin komu Hallesby eða ritum hans, munu hafa
ekki á óvart. komið þessi ummæli á óvart. Þau eru ná-
kvæmlega eins og við mátti búast. Sjón-
armið hans er þröngt, en vísvitandi mun hann í engu
vilja halla réttu máli. Þó hefir hann fai’ið skakt með orð
Jóns biskups Helgasonar, eftir því, sem biskupinn hefir
sagt mér. Biskupinn sagði aðeins, að Islendingar hefðu
aldrei átt neinn Hans Nilsen Hauge, en það er ekki sama
sem að hér hafi aldrei orðið nein kristindómsvakning.
Enda er fjarri því, að hennar verði hvergi vart í kristni-
sögu landsins. Og einmitt sá maður, sem próf. Hallesby
kennir auðsjáanlega mest um afkristnunina hér á síðustu
tímum, Haraldur prófessorNíelsson, kom slíkrihreyfingu
af stað: Hann vakti til kristinnar trúar bæði í sveitum og
kaupstöðum fjölda manns, sem áður lét sig kristindóm-
inn engu skifta. En auðvitað, telur próf. Hallesby þá
vakningu ókristilega, og mun ofvaxið mannlegum mætti
að leiðrétta þá skoðun hans.
„Ot af þessum ummælum próf. Halles-
Fundarhöld og bys urðu fundahöld hér í bænum og út-
andmæli. varpsræður, og voru samþykt andmæli
gegn þeim. En þeirra þurfti ekki við til
verndar minningu Haralds Níelssonar. Þjóðin hefir þeg-