Morgunn - 01.06.1937, Page 133
M O R G U N N
127
þessara fyrirskipana en þann síðasta upp á spíritismann.
Þeir láta ekki sína syni eða dætur ganga gegn um eld;
þeir fara ekki með galdur eða spár eða fjölkyngi; þeir
eru ekki töframenn eða gjörningamenn eða særinga-
menn eða spásagnarmenn. En þeir tala óneitanlega við
framliðna menn, og ef það er það sama sem að „leita
frétta af framliðnum“, þá er það bannað í 5. bók Móse.
En hvað kemur það okkur við? Það eru svo mörg fyrir-
mæli í lögmáli Móse, sem engum óvitlausum manni
mundi koma til hugar að haga sér eftir á árinu 1937.
Og um þetta bann gegn því, að tala við framliðna menn
standa biblíuvargarnir sérstaklega illa að vígi. Það er
sem sé óhrekjanlegt, ef taka má Nýjatestamentið trúan-
legt, að Jesús Kristur gerði það, og það einmitt við þann
framliðna manninn, sem sagt er, að hafi gefið út þetta
bann. Þessi ritningargreina-óp biblíuvarganna eru svo
fráleit, að það á ekki við, að rökræða þau. Þeim ópum
á að drekkja í hlátri.
_ ... Síra Maurice Elliot segir kátlega sögu af
Spádómsbok
Hezekia viðureign smm við emn biblíuvarginn.
Þetta var kona, og hún sagði einu sinni
við hann: ,,Eg er viss um, að þér eruð ekki mikið kunn-
ugur biblíunni yðar. Hvað hafið þér oft lesið hana alla?
Eg hefi lesið hana alla á hverju ári um tíu ár. Hvers
vegna lesið þér hana ekki? Þér trúið því, að hún sé guðs
orð; trúið þér því ekki? Þér trúið því, að hún sé inn-
blásin?“
Riblíuvargar eru vanir að spyrja mörgum spurning-
um í rennu í þeirri von, að örðugra verði að svara þeim.
Presturinn sagði frúnni, að hann læsi ekki biblruna
spjaldanna á milli á hverju ári, því að það væri svo
mikið verk fyrir sig að rannsaka ritninguna. Hann sagði
henni líka, að eftirlætisrit sitt í Gamlatestamentinu væri
spádómsbók Hezekia. Hún sagðist líka hafa mikinn unað
af þeirri bók, og tjáði sig blátt áfram hugfangna af
fegurðinni þar.