Morgunn - 01.06.1940, Side 14
8
MORGUNN
voltfestu sögum um holdtekju hinna háu anda — lík-
amning þeirra, þó um stutta stund sé — í þarfir hinna
lægri, jarðnesku bræðra og systra, muni efla trúnaáfor-
tilveru hins himneska Krists, sem í fylling tímans klædd-
ist mannlegu holdi og steig niður í hinn jarðneska heim.
Sú mynd af Kristi, endurlausnaranum, er í fullu samræmi
við það, sem spiritistarnir telja sig v i t a um þjónustu-
starf engla og anda hinum megin við landamærin; þeirra
heilaga fórnarstarf, sem yfirgefa dýrð himnanna til að
þjóna oss og vanþroska sálum á lægri sviðum andaheim-
anna, þótt um engan annan en Krist verði það fullyrt,
að þjónustan hafi verið í því fólgin, að fæðast í jarðnesk-
um líkama, sem barn, og lifa hér jarðneska æfi.
Að þessu mun ég víkja aftur síðar en taka það fram
einu sinni enn, að af skiljanlegum ástæðum eru mjög
skiftar skoðanir spiritistanna um guðdóm Krists. Á Eng-
landi eru þeir sumir strang-trúaðir anglíkanar, í Ame-
ríku eru þeir margir únítarar, ég geri ráð fyrir að á íis-
landi séu þeir flestir einhvers staðar þar á milli, eins og
íslenzka kirkjan er yfirleitt.
Enda þótt þessi mál komi spiritismanum í strangasta
skilningi ekki við, taldi ég mér ekki unnt að ganga fram
hjá þeim, með því að ég vildi freista að leiðrétta þann
misskilning, sem víða gætir um þessi mál, og mjög er not-
aður til árása á hann. Ég lýk því máli mínu um þetta
atriði: trú eða vantrú spiritismans á guðdóm Krists og
sný mér að öðrum þætti efnis míns, sem var:
Spiritisminn og hinn jarðneski, sögulegi Jesús Kristur,
en þar erum vér komin inn á það svið, sem segja má að
snerti dýpstu rætur hans, því að einmitt hliðstæð fyrir-
brigði þeim, sem tíðum gerðust í sambandi við spámann-
inn og kraftaverkamanninn frá Nazaret, eru dagleg við-
fangsefni sálarrannsóknanna um allan heim.
Sú mynd, sem guðspjöllin draga upp fyrir oss af Jesú
frá Nazaret, hefir tvær hliðar: annarsvegar er p r é d i k-