Morgunn - 01.06.1940, Side 26
20
M O R G U N N
menn hafi trúað því að Jesús gæti lesið í hug manna.
Jesús las í hug Faríseans, sem hann þáði heimboð hjá
og fleiri eru dæmi hins sama.
Hvað segir spiritisminn um þetta?
Að hann hafi borið fram veigamiklar sannanir fyrir
,,telepatíunni“, hugsanaflutningnum og huglestrinum
held ég að verði ljósast af þeirri staðreynd, að hugsana-
flutningurinn eða huglesturinn er einmitt sú skýringar-
tilgátan, sem háttvirtir andstæðingar spiritísmans grípa
jafnan til, ef þeir á annað borð leitast við að gera sjálfum
sér eða öðrum miðlafyrirbrigðin skiljanleg. Allt, sem í
gegnum miðilinn kemur á þá að vera lesið úr hug jarð-
neskra manna. Það liggur fyrir utan verkefni mitt í dag
að sýna fram á, hve ákaflega grunnfær og barnaleg sú
skýring verður í mörgum tilfellum, þó hún sé stundum
sennileg, en þetta vil ég að yður sé ljóst: svo greini-
lega hafa sálarrannsóknirnar leitt staðreynd huglesturs-
ins í ljós, að jafnvel andstæðingar spiritismans taka hana
fullkomlega gilda.
Ég skil ekki að það sé að varpa rýrð á Krist, að draga
fram vísindalegar sannanir fyrir því, að þau fyrirbrigði
gerist raunverulega, sem guðspjöllin greina að gerzt
hafi í návist hans.
Þá kem ég loks að þeirri fullyrðing guðspjallanna að
englar og framliðnir menn hafi birzt í návist Jesú.
Hefir spiritisminn leitt nokkuð það í ljós, sem staðfest
geti þær frásagnir, eða gei*t þær a. m. k. sennilegar?
Þeirri spurning má hiklaust svara játandi.
Raunar hafa menn á öllum öldum vitað að þetta var
mögulegt; og þeir vissu það blátt áfram vegna þess að
þeir urðu varir við heimsóknir þessara furðulegu gesta,
sáu þá og umgengust með svipuðu móti og Jesús gerði
úti í eyðimörkinni, á fjallinu, í Getzemanegarði og e. t. v.
miklu oftar.
En sálarrannsóknamenn síðustu áratuga urðu fyrstir
til þess að fá vísindalega staðfesting á þessum furðulegu