Morgunn - 01.06.1940, Síða 116
110
M O R G U N N
Skipstjórinn á Rawalpindi
kemur aftur og segir konu sinni, að hún hafi boriS sig
vel, þegar hún fékk harmafregnina.
(Ritstjóri Psychic News segir frá).
Kennedy skipstjóri, hinn hugprúði yfirforingi á skip-
inu Rawalpindi, talaði við konu sína á laugardaginn var
á fyrsta miðilsfundi, sem hún kom á.
Fyrir tveim mánuðum barst út um heiminn fregnin
um hina frækilegu hreysti Kennedys skipstjóra, er hann
mætti orustuskipinu Deutschland og neitaði að g.efast
upp.
Þótt hann ætti við ofurefli að etja og vissi, að hann
hlyti að bíða ósigur, lagði hann til orustu og hélt henni
áfram þangað til engin byssa var lengur skotfær á
Rawalpindi. Og þegar skip hans sökk í ljósum loga, stóð
hann enn á stjórnpalli.
Ég var nýlega á fundi með Ronald Strong, hinum unga
miðli í Westcliff-on Sea, og mér var sagt, að fáum vik-
um áður hefði þar heyrzt rödd, sem sagði: ,,Ég er Ken-
nedy skipstjóri“, og hann hefði beðið að koma skeyti til
konu sinnar. Þeir, sem á fundinum voru, vissu ekki hver
hann var, fyrr en þeir heyrðu seinna í útvarpi frásögn-
ina um sjóorustuna, en þeir fundu aldrei frú Kennedy, af
því að þeir óttuðust, að hún mundi vísa þessu frá sér.
Ég gat um þetta í Psychic News, og einhver hafði
sýnt henni það og skrifaði hún mér.
1 vikunni sem leið símaði ég til hennar og sagði henni,
að Ronald Strong ætlaði með nokkrum vinum að halda
fund fyrir raddir heima hjá sér, og bauð henni að koma.
Hún kom á fundinn ásamt einni vinkonu. Miðlinum
var ekki sagt hverjar þær voru.
Á miðjum fundinum heyrðum við gegnum lúðurinn að
eins eitt orð: „Rossie“. Þá, sagði frú Kennedy mér seinna