Morgunn - 01.06.1940, Síða 37
MORGUNN
31
um fölt og langleitt andlitið. Og þegar litið er yfir hópinn
hér inni, þá líta víst flestir eitthvað hálfskringilega út,
sýnist þér það ekki?“
Sessunautur minn kinkaði kolli og tók undir það. ,,Já,
flestir þeirra eru líklega geggjaðir“. En nú gat ég ekki
stillt mig um að blanda mér í samræðuna.
„Herra Peters er af rússneskum ættum“, sagði ég,
,,þess vegna hlýtur hann að líta út útlendingslegaogmjög
likur Rússa. Það er auðséð að hann er ekki Englendingur,
en það er ekki unnt að breyta kynstofnsútlitinu, þótt mað-
ur komi í annað land. Og ef hér er nokkur geggjaður,
herrar mínir, þá eruð það þér, þar sem þið komið hér
báðir einungis til að hæða og spotta bæði þá menn, sem
þér sjáið, og þetta málefni, en ekki til að læra eða kynna
yður neitt“.
Undrandi og brosandi sneru þeir sér báðir til mín.
,,Nú, ungfrúin er þá frakknesk! Það var þó gaman —“
„Nei, það er ég ekki. Frakkneska tungu má læra eins
og önnur tungumál, jafnvel þótt maður líti geggjaður
út.“
„En, ungfrú, það hefir víst enginn sagt“, maldaði
sessunautur minn í móinn og hnykkti við.
„Þér sögðuð rétt núna, að flestir, sem hér eru inni, litu
geggjaðir út“.
„Ég átti fyrst og fremst við þá, sem koma inn þarna
uppi á pallinum", svaraði Frakkinn, dálítið vandræða.
lega. „Það eru líklega hinir leiðandi spiritistar, get ég
skilið. En allur þorri fundarmanna er líklega að miklu
leyti forvitnir menn, sem ekki eru áhangendur hreyf-
ingarinnar“.
„Líklega koma ætíð einhverjir forvitnir með, en flestir,
sem hér eru inni aðhyllast víst hreyfinguna, eða eru að
fræðast um hana, eins og ég sjálf. En ef þér viljið skiija
einhverja agnar ögn af því, sem nú fer að koma, vil ég
ráða yður til, herrar mínir, að leggja niður yfirlæti yðar