Morgunn - 01.06.1940, Síða 91
MORGUNN 85
lýsa hugsæismyndum einum, sem virðast hafa límt sig
við brjóstnál skáldkonunnar með einhverjum hætti.
Öðru sinni var einn slíkur miðill að handleika brjóst-
nál. Hann sagði að ung stúlka í kvenbúningi skáta ætti
þessa nál. Það var upplýst að lýsing hans af stúlkunni
var rétt í alla staði og einnig af umhverfi hennar, en hún
hafði reyndar aldrei í skátabúning komið, en það var
viðurkennt, að hana hafði í mörg ár langað til að ganga
í þennan félagsskap, en hafði elcki fengið samþykki for-
eldra sinna til þess.
Þegar ég hafði aflað mér nokkurrar þekkingar á
reynslu þeirri, sem fengizt hefir hjá erlendum miðlum
í þessum efnum, lék mér hugur á að kynna mér þessa
merkilegu tegund miðilshæfileikans af eigin athugun,
ef unnt væri, og notaði því tækifærið dag einn, er svo
vildi til, að maður nokkur, sem búinn er sálrænum hæfi-
leikum leit af hendingu inn til mín. Án þess að segja
honum nokkuð frá fyrirætlunum mínum, rétti ég hon-
um gamlan steinhring, bað hann um að taka hann í hönd
sér og segja mér ef hann kynni að verða einhvers var í
sambandi við hann. Hann varð góðfúslega við þeim til-
mælum mínum og tók við hringnum, án þess að spyrja
nokkuð um hvað fyrir mér vekti með þessu, en ég haíði
aldrei beðið hann um neitt svipað þessu áður.
Hringurinn.
Þegar hann hafði haldið á honum í nokkrar sekúnd-
ur, sagði hann: „Ég sé einkennilega litt blik umhverfis
hringinn, eins og það streymi út frá honum. 1 bliki þessu
sé ég gamlan mann, hann er herðabreiður, með aiskegg,
hann hefir átt þátt í því, að þú eignaðist þennan hring.
Hvernig stendur á því, að ég verð var við svo mikið af
börnurn í sambandi við hann? Þessi gamli maður hefir
átt hringinn, hann hefir átt heima langt í burtu, ég' sé
sveitabæ með fjórum burstum. Það er stofa inn úr bæj-
urdyrunum til hægri handar, þegar inn er gengið. Heyri